28.01.2014 08:34

Fundur í stjórn Landssambands heilbrigðisstofnana 22. janúar 2014

Mættir: Birgir, Jón Hilmar, Þröstur, Gunnar og Þórunn sem ritaði fundargerð.

Herdís, Jóhanna Fjóla og Nína Hrönn tilkynntu forföll.

Dagskrá

1.       Aðalfundur LH á hótel Natura 29. janúar kl. 13:00

Samþykkt að halda aðalfundinn þennan dag og sér Birgir um að ganga frá pöntun á sal og veitingum.

Dagskrá fundarins er að fulltrúar Vel ferðarráðuneytisins munu vera með framsögu og síðan verði boðið upp á umræður. Áætlað er að þessi dagskrárliður taki um 1 ½ til 2 tíma.  Síðan hefur formaður félags Sjúkraþjálfarar óskað eftir að koma og kynna Hreyfiseðla  sem víða er farið að nota og er áætlaður tími fyrir það um 15-20 mín. og var það samþykkt. 

Eftir kaffihlé verður haldinn aðalfundur og mun Birgir sjá um að senda út  heildardagskrá og útvega  fundarstjóra og fundarritara.  Kjósa þarf nýjan formann og  var stungið upp á Hildigunni Svavarsdóttur  í embættið og tók Birgir að sér að ræða við hana.  Aðalmenn og varamenn eru tilbúnir til að sitja áfram að undanskilinni Herdísi Klausen meðstjórnanda sem óskar eftir að ganga úr stjórn.  Birgir heldur áfram í stjórn en kjósa  þarf  varamann fyrir Birgir og var lagt til að ræða við Pétur forstjóra Hrafnistu og til vara Jóhann forstjóra Sunnuhlíðar um að taka verkefnið að sér og mun Birgir sjá um það.

2.       Vorfundur LH

Ákveðið er að halda vorfund LH á Ísafirði 15. maí 2014 að öllu óbreyttu. Þröstur mun sjá um að tryggja bókun á gistirými, sal og veitingarþjónustu.

3.       Önnur mál.

Umræða um heilbrigðiskerfið

Fundi slitið kl. 14.

ÞÓ.

Skrifað af H.Klausen 

Stjórnarfundur í stjórn Landssambands heilbrigðisstofnana haldinn 16.janúar kl.13.00 á Reykjalundi.

Formaður stjórnar Birgir Gunnarsson setti fund. Á fundinn mættu auk Birgis: Jón Hilmar Friðriksson, Magnús Skúlason , Stefán Þórarinsson og Herdís Klausen.

1. Fundur nýrrar stjórnar LH, á Reykjalundi 11. mars 2013.

Mættir voru:

Aðalmenn: Birgir Gunnarsson, formaður,  Herdís Klausen, Þröstur Óskarsson og Þórunn Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð.

Mættir voru:

Aðalmenn: Birgir Gunnarsson, formaður,  Herdís Klausen, Þröstur Óskarsson og Þórunn Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð.

Varamenn:  Gunnar  K. Gunnarsson, Nína Hrönn Gunnarsdóttir og Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir.

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Stjórn skipti með sér verkum:

  • Birgir Gunnarsson formaður
  • Jón Hilmar Friðriksson varaformaður
  • Herdís Klausen meðstjórnandi og umsjónamaður heimasíðu.
  • Þröstur Óskarsson gjaldkeri
  • Þórunn Ólafsdóttir ritari

Umræða um kjaramál heilbrigðisstétta.  

Formaður fór yfir stöðuna og voru fundarmenn sammála um alvarleika málsins. Fram kom að mikilvægt er að fyrir liggi sem fyrst hver stefna ráðuneytisins er og hvort heilbrigðisstofnanir megi búast við sömu fjárveitingu og LSH fékk til að ljúka stofnanasamningi við hjúkrunarfræðinga. Formaður óskaði eftir umboði stjórnar til að fara með formanni félags forstöðumanna sjúkrahúsa Guðjóni Brjánssyni  hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands á fund heilbrigðisráðherra til að ræða málið.  Var það samþykkt.

Vorfundur á Sauðárkróki 16.-17. maí n.k.

Ákveðið var að fundarboðið vegna vorfundarins verði sent út nú í vikunni. Haldið verður utan um skráningu á fundinn á Reykjalundi.  Upplýsingar varðandi skráningu, fundarstað og gistimöguleika verða settar inn á heimasíðu LH um leið og þær liggja fyrir.  Þátttakendur verða sjálfir að velja sér gististað þar sem ekki er nægilegt framboð af gistirýmum á einum stað til að hýsa þann fjölda sem búast má við.  Nægileg gistirými eru í bænum og eru þau flest miðsvæðis og í nálægð við fundarstaðinn.   Tillögur að dagskrá voru rædda og var niðurstaðan að fá fulltrúa velferðarráðuneytisins til að vera með innlegg á fimmtudeginum og mun Birgir ganga frá því.  Áhugi er á að fá fulltrúa frá Landlækni, FSA og LSH til að ræða gæðavísa í heilbrigðisþjónustu og tók Jóhanna Fjóla og Þröstur að sér að ræða við þessa aðila.  Síðan er lagt til að á föstudeginum verði kynning á þjónustu innan svæðis á Norðurlandi og mun Herdís hafa milligöngu um það.  Endanleg dagskrá verður send út um leið og hún liggur fyrir.

Fundið slitið 

kl. 14  ÞÓ.

 

25.04.2012 09:34

Haldinn var fundur í stjórn Landsamtaka heilbrigðisstofnan 28. mars 2012, kl. 11 að Reykjalundi.

Mættir:  Birgir Gunnarsson, Jón Hilmar Friðriksson, Magnús Skúlason, Herdís Klausen og Þórunn Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð.

Stefán Þórarinsson og Þröstur Óskarsson boðuðu forföll.

Þetta gerðist:

1.    Vorfundur

Rætt var um fyrirkomulag vorfundarins, sem haldinn verður á Hótel Héraði á Egilsstöðum 10. og 11. maí.  Búið er að ganga frá því við hótelið að gisting og fundaraðstaða er til reiðu fyrir fundinn.

Sett voru saman drög að dagskrá fundarins. Stefán og Jón Hilmar höfðu undirbúið málið og kynnti JH hugmyndir þeirra á fundinum. Gert er ráð fyrir að dagskráin hefjist kl.13 fimmtudaginn 10. maí og ljúki kl. 12 á hádegi föstudaginn 11. maí.

Fimmtudagurinn 10. maí verður tvískiptur. Fyrri hluti dagskrárinnar þann daginn verður á vegum Velferðarráðuneytisins, væntanlega um stöðu mála hvað varðar Boston Consulting vinnuna og mun Stefán vera í sambandi við ráðuneytið hvað það varðar.

Seinni hlutinn fjallar síðan um rafræna sjúkraskrá, stöðu mála hvað varðar nýtt skipulag og framtíðarsýn.  Ráðgert er að fá Sigríði Haraldsdóttur frá Landlækni, Bjarna Jónsson frá LSH, sem er í vinnuhópi ráðuneytisins, og Ásgeir Böðvarsson lækni á Húsavík til að vera með 15-20 mínútna erindi hvert. Jón Hilmar mun sjá um það.  Um kvöldið verður síðan sameiginlegur kvöldverður á hótelinu.  Á föstudeginum er ráðgert að dagskráin hefjist kl.9:00 og standi til 12:00. Ákveðið var að bjóða heimamönnum að vera með dagskrárlið undir yfirskriftinni Austurland og kæmi þar annarsvegar innlegg frá heilbrigðisþjónustunni og hins vegar frá t.d. Alcoa.  Stefán mun sjá um að skipuleggja þennan lið. Seinni hlutinn á föstudeginum f.h. yrði síðan helgaður liðnum ¨Mannauðsmál til framtíðar¨ og þar er ráðgert að Elsa Friðfinnsdóttir formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Stefán Þórarinsson yfirlæknir verði með innlegg.  Birgir mun sjá um að ræða við Elsu og Stefán. Birgir mun jafnframt sjá um að senda út dagskrá vorfundarins eins fljótt og mögulegt er.  Hvetja þarf fólk til að skrá sig og þarf þátttökulistinn helst að liggja fyrir fljótlega eftir páska.

2.    Önnur mál

Magnús nefndi árgjöldin og lagði áherslu á að senda þarf út sem fyrst innheimtuseðil til stofnana innan Landsamtakanna.  Jafnframt var rætt þátttökugjald á vorfundinum og var ákveðið að Magnús og Birgir fari yfir kostnaðinn við fundinn og kvöldverðinn og leggi fram tillögur að þátttökugjaldi. 

Næsti fundur er boðaður 26. apríl kl. 13 að Reykjalundi.

Fundi slitið kl 12:00

ÞÓ. 

Skrifað af Herdísi Klausen

Fundargerð

Haldinn var fundur í stjórn Landsamtaka heilbrigðisstofnan 28. mars 2012, kl. 11 að Reykjalundi.

Mættir:  Birgir Gunnarsson, Jón Hilmar Friðriksson, Magnús Skúlason, Herdís Klausen og Þórunn Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð.

Stefán Þórarinsson og Þröstur Óskarsson boðuðu forföll.

Þetta gerðist:

  1. Vorfundur
    Rætt var um fyrirkomulag vorfundarins, sem haldinn verður á Hótel Héraði á Egilsstöðum 10. og 11. maí.  Búið er að ganga frá því við hótelið að gisting og fundaraðstaða er til reiðu fyrir fundinn.
    Sett voru saman drög að dagskrá fundarins. Stefán og Jón Hilmar höfðu undirbúið málið og kynnti JH hugmyndir þeirra á fundinum. Gert er ráð fyrir að dagskráin hefjist kl.13 fimmtudaginn 10. maí og ljúki kl. 12 á hádegi föstudaginn 11. maí. 
    Fimmtudagurinn 10. maí verður tvískiptur. Fyrri hluti dagskrárinnar þann daginn verður á vegum Velferðarráðuneytisins, væntanlega um stöðu mála hvað varðar Boston Consulting vinnuna og mun Stefán vera í sambandi við ráðuneytið hvað það varðar. 

    Seinni hlutinn fjallar síðan um rafræna sjúkraskrá, stöðu mála hvað varðar nýtt skipulag og framtíðarsýn.  Ráðgert er að fá Sigríði Haraldsdóttur frá Landlækni, Bjarna Jónsson frá LSH, sem er í vinnuhópi ráðuneytisins, og Ásgeir Böðvarsson lækni á Húsavík til að vera með 15-20 mínútna erindi hvert. Jón Hilmar mun sjá um það.  Um kvöldið verður síðan sameiginlegur kvöldverður á hótelinu.  Á föstudeginum er ráðgert að dagskráin hefjist kl.9:00 og standi til 12:00. Ákveðið var að bjóða heimamönnum að vera með dagskrárlið undir yfirskriftinni Austurland og kæmi þar annarsvegar innlegg frá heilbrigðisþjónustunni og hins vegar frá t.d. Alcoa.  Stefán mun sjá um að skipuleggja þennan lið. Seinni hlutinn á föstudeginum f.h. yrði síðan helgaður liðnum ¨Mannauðsmál til framtíðar¨ og þar er ráðgert að Elsa Friðfinnsdóttir formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Stefán Þórarinsson yfirlæknir verði með innlegg.  Birgir mun sjá um að ræða við Elsu og Stefán. Birgir mun jafnframt sjá um að senda út dagskrá vorfundarins eins fljótt og mögulegt er.  Hvetja þarf fólk til að skrá sig og þarf þátttökulistinn helst að liggja fyrir fljótlega eftir páska.

  2. Önnur mál
    Magnús nefndi árgjöldin og lagði áherslu á að senda þarf út sem fyrst innheimtuseðil til stofnana innan Landsamtakanna.  Jafnframt var rætt þátttökugjald á vorfundinum og var ákveðið að Magnús og Birgir fari yfir kostnaðinn við fundinn og kvöldverðinn og leggi fram tillögur að þátttökugjaldi.

Næsti fundur er boðaður 26. apríl kl. 13 að Reykjalundi.

Fundi slitið kl 12:00.

ÞÓ.

 

11.03.2012 13:17

Stjórnarfundur í stjórn Landssambands heilbrigðisstofnana haldinn 16.janúar kl.13.00 á Reykjalundi

Formaður stjórnar Birgir Gunnarsson setti fund. Á fundinn mættu auk Birgis: Jón Hilmar Friðriksson, Magnús Skúlason , Stefán Þórarinsson og Herdís Klausen.

Fundarefni:

1.       Verkaskipting stjórnar

2.       Starfið framundan:

a.       Stjórnarfundir

b.      Vorfundur

c.       Samskipti við heilbrigðisyfirvöld

3.       Önnur mál

 

        1.       Stjórn skipti með sér verkum: Magnús Skúlason gjaldkeri, Þórunn Ólafsdóttir ritari og Jón Hilmar Friðriksson varaformaður.

       2.       a) Birgir sagðist stefna að stjórnarfundum x 1 í mánuði. Lítið gerst frá aðalfundinum sem haldinn var 2.desember 2011. Birgir tók þátt í vinnufundi  v. nýrrar heilbrigðisáætlunar. Þetta var ½ dags fundur , um 20 manns tóku þátt.

                b) Stefnt að vorfundi í maí. Ákveðið að halda fundinn á Egilsstöðum 10. og 11. maí ef að hægt er að fá hótelgistingu á þeim tíma. Stefán Þórarinsson tekur að sér að athuga með gistingu. Strax og staðfesting liggur fyrir sendir Birgir tilkynningu til stofnana varðandi dagsetningu fundarins. Rætt um mögulegt fundarefni og fyrirkomulag. Stefnt að svipuðu fyrirkomulagi og á síðasta vorfundi þ.e. dagskrá í samvinnu við Velferðaráðuneyti fyrri daginn og fræðsluerindi seinni daginn.

                c) Landssamtökin hafa beitt sér í að fá upplýsingar frá VEL. Áhyggjuefni þegar að fagráðuneytið leggur upp með niðurskurðaráætlanir sem þarf síðan að bakka með. Mikilvægt þergar rætt er um heilbrigðismál að umræðan sé á faglegum grunni. Heilmiklar umræður um samskipti við velferðaráðuneytið og niðurskurð. Rætt um vinnuhópana sem skipaðir voru fyrir jól. Ráðuneytið forgangsraðar verkefnum. Flestir hóparnir búnir að skila af sér en tveir hópar eru eftir og skila af sér fyrir páska en það eru hópurinn sem fjallar um sjúkraflutninga og hópurinn sem fjallar um sameiningar, fæðingarþjónustu, skurðlæknaþjónustu, vaktsvæði o.fl.

      3.      Rætt um sjúkraskrárkerfið, Sögukerfið versus önnur kerfi, kostnað og fleira. Búið að tengja    saman Sögukerfið á Norðurlandi, Suðurlandi, Vesturlandi og Austurlandi. Öll utanspítalaþjónusta í REK er fyrir utan kerfið. Rætt um skipulag þjónustu, flutning sérfræðieininga á stofnanir. Magnús Skúlason sagðist vera nýbúinn að gera samning við Sjúkratryggingar Íslands varðandi komur sérfræðinga. Rætt um yfirfærslu öldrunarmála til sveitarfélaga, fyrirkomulag og framkvæmd sem getur orðið flókin. Rætt um nýskipað  fagráð sjúkraflutninga, Bára Benediktsdóttir er fulltrúi Landssamtakanna.

Fundi slitið kl. 15.30

Herdís Klausen

Skrifað af Margréti Guðjónsdóttur

Aðalfundur Landssambands heilbrigðisstofnana haldinn 10. desember 2012 kl. 13:00 að Hótel Natura.  Í tengslum við fundinn var dagskrá á vegum velferðarráðuneytisins og LSH. Formaður stjórnar Birgir Gunnarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.  Formaður tilnefndi Árna Sverrisson fundarstjóra og Þórunni Ólafsdóttur fundarritara.

29.11.2011 10:45

Fundur í stjórn Landssambands heilbrigðisstofnana haldinn á Akureyri 18. nóvember  2011

 

Mættir: Birgir Gunnarsson, Erna Einarsdóttir, Magnús Skúlason, Margrét Guðjónsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Stefán Þórarinsson, Þröstur Óskarsson,

Forföll boðaði Þórunn Ólafsdóttir

 

1.         Ályktun stjórnar Landssambands heilbrigðisstofnana um Reykjavíkurflugvöll og Landspítala
Stefán Þórarinsson lagði fram drög að tillögu um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar m.t.t. Landspítala vegna bráðaþjónustu við landsbyggðina. Umræða
Stjórnarfundur Landssambands heilbrigðisstofnana haldinn á Akureyri 18. nóvember 2011 vekur athygli á mikilvægi nálægðar Reykjavíkurflugvallar við Landspítala vegna sjúkraflugs og bráðaþjónustu við landsbyggðina. Gæta verður þess þegar nýs Landspítali er byggður að þessi nánu tengsl veri ekki rofin. Hverfi Reykjavíkurflugvöllur veldur það mikilli afturför í bráðaþjónustu við þá landsmenn sem þurfa að komast til Landspítala með sjúkraflugi.

2.         Tilnefning í fagráð sjúkraflutninga
Erindi frá velferðarráðuneyti um að tilnefna í fagráð sjúkraflutninga af báðum kynjum. Tilnefnd voru:
Ármann Höskuldsson yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi 
Bára Benediktsdóttir hjúkrunarfræðingur og mannauðsráðgjafi á bráðasviði Landspítala

3.         Aðalfundur Landssambands heilbrigðisstofnana 2011 
Aðalfundur Landssambands heilbrigðisstofnana verður 2. desember n.k. í Reykjavík kl. 13.30. Dagskrá Vel hefst kl. 14.30
Formaður hefur rætt við velferðarráðuneyti um efni frá þeim t.d. um skýrslu Boston Consulting Group - Hvað svo? / sýn ráðuneytisins
Formaður heldur áfram viðræðu um dagskrá við velferðarráðuneyti.
Framkvæmdastjórnir eða/og fulltrúar þeirra hafa seturétt á aðalfundi LH.
 Ákveðið að athuga með Loftleiðir sem fundarstað.
Á aðalfundi skal taka fyrir:
Tillögu að árgjaldi - ákveðið að leggja til óbreytt árgjald
Reikninga félagsins
Stjórnarkjör
      Tillögur um menn í stjórn
      Herdís Klausen hjúkrunarforstjóri, heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks

      Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóri, kvenna- og barnasviðs Landspítala

      Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri heilsugæslu Reykjavíkur, varamaður
                      Ábyrgðarmenn MG og MS

FASTUS bjóða LH upp á kynningu á fyrirtækinu og drykk á eftir. Ákveðið að afþakka gott boð.
       Ábyrgðarmaður BG

Fundarstjóri: Sigríður Snæbjörnsdóttir forstjóri heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
      Ábyrgðarmaður BG

 

4.         Önnur mál

a.       Samskipti við velferðarráðuneyti.        Skortur á frumkvæði að samskiptum frá velferðarráðuneyti, ákveðið að taka saman hvernig hefur gengið.

b.      Rætt um hlutverk Heilbrigðisumdæma.

c.       Rætt um öldrunarþjónustu /hjúkrunarþjónustu og þjónustu í fatlaða geiranum

d.      Rætt um nýja reglugerð fyrir sjúkraflutninga.

e.      Rætt um Virk endurhæfingu.

Fundi slitið kl. 15.45

ee
 

Skrifað af MG
 

11.10.2010 15:27

1.     Fundur stjórnar Landsambands heilbrigðisstofnana - LH

Nýkjörin stjórn LH var boðuð til fundar á Reykjalundi föstudaginn 3. september 2010.

Mættir voru:

Aðalmenn: Birgir Gunnarsson formaður kosinn á stofnfundi, Magnús Skúlason, Margrét Guðjónsdóttir og Stefán Þórarinsson sem skrifaði fundargerð. Forföll boðaði Erna Einarsdóttir.

Varamenn: Þórunn Ólafsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir og Þröstur Óskarsson.

 Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Stjórn skipti með sér verkum:

  • Birgir Gunnarsson formaður.
  • Margrét Guðjónsdóttir varaformaður.
  • Erna Einarsdóttir ritari.
  • Magnús Skúlason gjaldkeri.
  • Stefán Þórarinsson meðstjórnandi  

Umræður um verkefni og verklag:

Það eru mikil átök fyrirsjáanleg vegna minnkandi ríkisúrgjalda til heilbrigðismála. Mikilvægt er við þessar aðstæður að koma á samstarfi á milli samtaka heilbrigðisstofnana og HBR sem nú er að renna saman við FTR og verða að ráðuneyti velferðarmála undir stjórn nýskipaðs ráðherra Guðbjarts Hannessonar.

Stjórnin telur mikilvægt að ná sambandi við ráðuneytið og hinn nýja ráðherra. Samband LS og LHH , sem voru fyrir rennarar LH, við HBR var lítið og stopult og það er vilji stjórnar að koma á reglubundnu sambandi við ráðuneytið og reyna að ná þeirri stöðu að LH verði sjálfsagður samstarfs-og umsagnaraðili  ráðuneytisins því það er til staðar innan sambandsins mikil reynsla og fjölbreytt þekking. 

Fundurinn telur mikilvægt að við endurskoðun Heilbrigðisáætlunar sem nú stendur yfir verði mótuð stefna fyrir heilbrigðisþjónustuna í landinu til næstu fimm ára auk þess sem sett verða lýðheilsumarkmið fyrir þjóðina. 

Formanni er falið að setja sig í samband við ráðuneytið til þess að kynna  sambandið og bjóða fram samvinnu þess. Að þeim fundi loknum er áhugi á því að koma á vinnufundi eða ráðstefnu um þau málefni sem helst brenna á heilbrigðiskerfinu. 

Hjá stjórninni kom fram áhugi á því að halda árlegan vorfund eða fund strax eftir áramótin fyrir aðildarfélög LH til þess að miðla upplýsingum og þekkingu og skapa tengsl milli stofnana, stjórnenda og fagstétta. Þessum fundum þarf að dreifa um landið til þess að ná til sem flestra og auka kynningu á ólíkum aðstæðum og stofnunum innan sambandsins. 

Samþykkt var að boða bæði aðalmenn og varamenn til stjórnarfunda.

Safna þarf netföngum þeirra sem sitja í framkvæmdastjórnum stofnana og senda þeim öllum upplýsingar og fréttir sem til verða innan LH. Frá stofnfundi LH hafa engar nýjar stofnanir sótt um aðild.

Áhugi er á því að skoða hvort heimasíða LHH,123.is, geti orðið heimasíða LH.

Stjórnin samþykkti einnig að öllum gögnum um stofnun og  störf LS og LHH verði komið til Þjóðskjalasafns til varðveislu. 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið.

Skrifað af Margréti Guðjónsdóttur

Stofnfundur Landssambands heilbrigðisstofnana LH haldinn 25. júní 2010 kl. 11:00 í fundarsalnum Hvammi á Grand Hóteli.

Slitafundir höfðu farið fram hjá Landssambandi heilsugæslustöðva og heilbrigðisstofnana og Landssambandi sjúkrahúsa vegna samruna þessara félaga í  Landsamband heilbrigðisstofnana (LH).

Undirbúningsnefnd úr stjórnum fyrrum félaga tóku að sér að setja saman tillögu að stjórn fyrir hið nýja félag.  Í undirbúningsnefndinni voru:  Halldór Jónsson, Birgir Gunnarsson, Magnús Skúlason, Birna Bjarnadóttir, Kristján Guðmundsson og Margrét Guðjónsdóttir.
Halldór Jónsson fór yfir aðdraganda sameiningarinnar en LS hefur verið stafrækt frá árinu 1962 og LHH frá árinu 1992. Halldór upplýsti að 19 stofnanir hefðu verið í LS og því aðeins 3 stofnanir sem ekki voru í þeim samtökum. 22 stofnanir voru samtals í báðum þessum samtökum LS og LHH.

Halldór tilnefndi Björn Ástmundsson fyrrverandi forstjóra Reykjalundar sem fundarstjóra stofnfundarins.  
Björn þakkaði  traustið sem honum var sýnt og tilnefndi Esther Óskarsdóttur,  skrifstofustjóra HSu, sem fundarritara. 
Formlega hafa þessi samtök Landssamband sjúkrahúsa LS og Landssamband heilsugæslustöðva og heilbrigðisstofnana LHH  verið aflögð.

Margrét Guðjónsdóttir kynnti störf undirbúningsnefndarinnar og fór yfir drög að samþykktum fyrir hið nýstofnaða félag Landssamband heilbrigðisstofnana - LH.

Í  drögunum er farið yfir heiti samtakanna, hlutverk og tilgang, aðild að LH, aðalfund, stjórn og ýmis ákvæði.

Hlutverk félagsins er m.a. að efla samstarf heilbrigðisstofnana, standa vörð um hagsmuni þeirra og hlutverk, ásamt því að vera í forsvari fyrir stofnanir eftir því sem við á og lög heimila.
Að stuðla að samstarfi heilbrigðisstofnana við heilbrigðisyfirvöld, ráðuneyti og aðra. 
Að gangast fyrir upplýsinga- og fræðslustarfsemi í þágu stofnana í því skyni að ná fram hagkvæmni í rekstri og betri þjónustu og að stuðla að rannsóknum innan heilbrigðisþjónustunnar.

LH hyggst ná tilgangi sínum með eftirfarandi hætti:
Að skapa tengsl milli heilbrigðisstofnana á Íslandi. Að efna til funda og miðla upplýsingum um málefni heilbrigðisþjónustunnar. Að efla kynni þeirra sem starfa við heilbrigðisþjónustu. Að bregðast við málefnum er hafa áhrif á heilbrigðisþjónustu og að hvetja til rannsókna á heilbrigðisþjónustu.

Varðandi aðild að LH kemur fram að þær heilbrigðisstofnanir sem falla undir ákvæði  IV og V kafla laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 eiga rétt á aðild að LH. Sama á við um þær stofnanir sem falla undir 28. og 39. gr. laganna.  Aðildarumsókn skal samþykkt af stjórn samtakanna og kynnt á aðalfundi.  Sérhver stofnun fer með eitt atkvæði á aðalfundi samtakanna.  Árgjald tekur mið af stærð og rekstrarumfangi stofnananna.  Aðalfundur skal haldinn árlega á tímabilinu sept.-des. og boðað með mánaðar fyrirvara hið skemmsta. 
Stjórn LH skal skipuð fimm mönnum og þremur til vara. Formann skal kjósa sérstaklega til eins árs í senn, en aðra stjórnarmenn og varamenn til tveggja ára í senn.

Undirbúningsnefndin tók að sér að setja saman tillögu að stjórn fyrir hið nýja félag.
Haft var að leiðarljósi að stjórnin myndi endurspegla breidd heilbrigðiskerfisins hvað varðar landshluta, starfsemi, starfsheiti og kyn. Einnig var talið æskilegt að fulltrúar fyrrverandi félaga myndu fylgja því nýja úr hlaði. Til að allir fari ekki úr stjórn á sama tíma eru sumir tilnefndir til eins árs og aðrir til tveggja ára.

Einnig kemur fram að stjórnin skal boða til fundar af formanni samtakanna eigi sjaldnar en tvisvar á ári með a.m.k. 7 daga fyrirvara. Í drögunum eru einnig ákvæði til bráðabirgða varðandi stjórnarkjör á stofnfundinum og eru þannig:  Kjósa skal tvo stjórnarmenn til eins árs og tvo til tveggja ára. Kjósa skal einn varamann til eins árs og tvo til tveggja ára.

Björn þakkaði  Margréti fyrir flutning hennar á samningsdrögum samtakanna sem einkennast af samvinnu milli heilbrigðisstofnanna, ríkisvalds og ráðuneytis en áður hefði hlutverk LS verið að gæta hagsmuna sjúkrahúsanna gagnvart ríkisvaldinu.

Þá voru drögin að samþykktum fyrir Landssamband heilbrigðisstofnana borin upp til samþykktar. Anna Lilja Stefánsdóttir gerði athugasemdir við að allar stofnanir hefðu aðeins eitt atkvæði á aðalfundi samtakanna án tillits til greiddra árgjalda sem miðast við stærð og rekstrarumfang stofnanna.  Fram kom að athugasemdir þurfa að berast fyrir fund til þess að hægt sé að bera upp breytingartillögu.

Drögin að samþykkt fyrir Landssamband heilbrigðisstofnana voru samþykkt samhljóða og samtökin formlega stofnuð.

Magnús Skúlason, fulltrúi í undirbúningsnefndinni og fyrrverandi gjaldkeri LS, óskaði fundamönnum til hamingju með þessi nýju samtök . Magnús fór yfir stofnefnahagsreikning fyrir hin nýju samtök , sem er sameining efnahags LS og LHH. 
Fram kom að innistæður á þremur bankareikningum eru kr. 3.596.853,oo og útistandandi árgjöld v/2008 og 2009 frá LS eru kr. 212.000,oo. Höfuðstóll við stofnun LH er því samtals kr. 3.808.853,oo. Þá lagði Magnús fram tillögu um árgjald í samtökunum sem tekur mið af stærð og rekstrarumfangi stofnanna og upphæð árgjalda  á bilinu  12 - 50 þúsund.  Árgjald stofnanna gerir 560 þúsund pr. ár. Sérhver stofnun fer með eitt atkvæði á aðalfundi samtakanna.   
Magnús lagði einnig fram drög að fyrstu fjárhagsáætlun sambandsins. 

Stofnefnahagsreikningur, árgjald  og fjárhagsáætlunin var samþykkt samhljóða.

 Landssamband heilbrigðisstofnana (LH)  því formlega stofnað kl. 11:30.

Þá var komið að stjórnarkosningum og uppstilling að stjórn lögð fram samkvæmt tillögum undirbúningsnefndar - en  einnig kom fram að aðrar uppástungur væru  velkomnar.

Á fundinum var samþykkt samhljóða eftirfarandi kosning:
Formaður til eins árs:     Birgir Gunnarsson, forstjóri Reykjalundi             
Aðrir stjórnarmenn:        Magnús Skúlason, forstjóri HSu.  Fyrrum stjórnarmaður í LS. Til tveggja ára.
Margrét Guðjónsdóttir, forstjóri  Heilsugæslust. á Akureyri og  fyrrum stjórnarmaður í LHH. Til eins árs.  Erna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspt. Til eins árs. Stefán Þórarinsson, framkvæmdastjóri lækninga HSA. Til tveggja ára. 
Varamenn:    Þórunn Ólafsdóttir, framkvæmdastj. hjúkrunar, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Til eins árs.  Þröstur Óskarsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Til tveggja ára. Steinunn Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Til tveggja ára. 
Skoðunarmenn til eins árs:   Árni Sverrisson og Sigríður Snæbjörnsdóttir. Til vara Jón Helgi Björnsson.

Önnur mál:
Birgir Gunnarsson nýkjörinn formaður þakkaði traustið og sagðist vonast til að standa sig vel sem formaður þessara nýju samtaka.  Þá nefndi Birgir m.a. að núna væri mikil þörf á öflugum samtökum og þétt samstarf og góð samvinna við heilbrigðisyfirvöld nauðsynleg. 

Í tengslum við stofnfund LH  verður haldin ráðstefna frá kl. 13:00-16:30 "Heilbrigðiskerfið 2015". Þar verður reynt að svara áleitnum spurningum um það hvernig heilbrigðiskerfið muni komast í gegnum niðurskurð og þrengingar sem framundan eru. Hvað þarf að breytast og hvernig, hvaða leiðir þarf að fara  til að tryggja áfram góða þjónustu? Hvað er nauðsynlegt að gera varðandi sameiningar, samvinnu og/eða niðurlagningu stofnana? 
Frummælendur leitast við að svara þessum spurningum og varpa sinni sýn á það hvernig heilbrigðiskerfið eigi að líta út árið 2015.

Þá var komið að lokaorðum fundarstjóra sem upplýsti fundamenn m.a.  um að nokkrir fyrrverandi forstöðumenn hittast reglulega og fara yfir málin. Þetta er hið svokallaða  "skuggaráðuneyti"  sem fylgist grannt með og sérstaklega  verður vel fylgst með  hvort lífsmark verður hjá hinum nýju samtökum.

Að lokum þakkaði Björn Ástmundsson fundamönnum gott hljóð og  fyrir góðan fund.

 

 

Fundi slitið kl. 11:40
Esther Óskarsdóttir, fundarritari



                                         

 

 

Skrifað af MG