Stjórnarfundur Landssambands heilbrigðisstofnana 1. október 2024

Haldinn í TEAMS 1. október 2024

Mættir í Teams Helga Hauksdóttir HSS formaður,Baldvina Ýr hafsteinsdóttir HSU, Guðbjörg Gunnarsdóttir Reykjalundi, Ásgeir Ásgeirsson HVE og Hildur Elísabet Pétursdóttir HVest sem ritar fundargerð.

Dagskrá.

  1. Aðalfundur í haust

Aðalfundur verður haldinn á Nauthól fimmtudaginn 7. nóv. 2024.

Allt að verða tilbúið fyrir fund.

Ætlum að reyna að fá Pétur forstjóra á Reykjalundi til að stýra fundi.

Baldvina er að reyna að fá forseta til að hafa ávarp.

Farið yfir dagskrá og glærur

Veltum fyrir okkur hlutverki stofnana á höfuðborgarsvæðinu. Hvort þær gætu komið inn í skipulagningu á aðalfundi / haustfundi og svo á móti stofnanir út á landi með vorfundi. Ræðum þetta á aðalfundinum.

Hittumst aftur eftir viku.