Lög Landssambands heilbrigðisstofnana (LH)
1.kafli
Heiti samtakanna, hlutverk og tilgangur
1.gr.
Samtökin heita Landssamband heilbrigðisstofnana (LH). Heimili sambandsins skal vera á starfsstöð formanns samtakanna.
2.gr.
Hlutverk LH er:
1.
Að efla samstarf heilbrigðisstofnana, standa vörð um hagsmuni þeirra og hlutverk, ásamt því að vera í forsvari fyrir stofnanir eftir því sem við á og lög heimila.
2.
Að stuðla að samstarfi heilbrigðisstofnana við heilbrigðisyfirvöld, ráðuneyti og aðra aðila eftir því sem við á og stuðla að því að markmið sem sett eru fram í lögum, reglugerðum og stjórnvaldsfyrirmælum um heilbrigðismál náist.
3.
Að gangast fyrir upplýsinga- og fræðslustarfsemi í þágu stofnana í því skyni að ná fram hagkvæmni í rekstri og betri þjónustu.
4.
Að stuðla að rannsóknum innan heilbrigðisþjónustunnar.
3.gr.
Tilgangi sínum hyggjast LH ná með því:
1.
Að skapa tengsl milli heilbrigðisstofnana á Íslandi.
2.
Að efna til funda og miðla upplýsingum um málefni heilbrigðisþjónustunnar.
3.
Að efla kynni þeirra sem starfa við heilbrigðisþjónustu.
4.
Að bregðast við málefnum er hafa áhrif á heilbrigðisþjónustu.
5.
Að hvetja til rannsókna á heilbrigðisþjónustu.
2. kafli
Aðild að LH
4.gr.
Opinberar heilbrigðisstofnanir sem falla undir ákvæði I kafla laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 4. grein og II. Kafla 6. grein eiga rétt á aðild að LH. Stjórn samtaka annarra heilbrigðisstofnana skulu einnig eiga rétt á aðild að LH. Aðildarumsókn skal samþykkt af stjórn samtakanna og kynnt á aðalfundi. Jafnframt eiga þær stofnanir sem eru í samtökunum 1. október 2023 rétt á áframhaldandi aðild að LH.
5.gr.
Framkvæmdastjórnir stofnana hafa rétt til setu á aðalfundi og viðburðum tengdum LH. Sérhver stofnun fer með eitt atkvæði á aðalfundi samtakanna.
6.gr.
Árgjald samtakanna skal taka mið af stærð og rekstrarumfangi stofnananna. Stjórnin skal gera tillögu
til aðalfundar um árgjöld hverju sinni. Reikningsár samtakanna er frá 1. september til 31. ágúst.
3. kafli
Aðalfundur
7.gr.
Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum samtakanna. Aðalfund skal halda á tímabilinu septemberdesember
ár hver. Til hans skal boða á sannanlegan hátt með mánaðar fyrirvara hið skemmsta og er
hann þá lögmætur. Stjórnin ákveður fundarstað.
8.gr.
Á dagskrá aðalfundar skal taka eftirtalin mál:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla formanns og stjórnar
3. Reikningar sambandsins lagðir fram til afgreiðslu
4. Tillaga um árgjald næsta árs.
5. Fjárhagsáætlun næsta starfsárs
6. Lagabreytingar
7. Kosning formanns (til tveggja ára)
8. Kosning annarra stjórnarmanna (til tveggja ára)
9. Önnur mál
Á dagskrá aðalfundar má taka, sem sérstök atriði, tillögur og mál, sem berast tveimur vikum fyrir
aðalfund. Meiri hluti atkvæða ræður úrslitum í afgreiðslu mála. Fundargerð aðalfundar skal lögð fyrir
næsta stjórnarfund til afgreiðslu.
9.gr.
Samþykktum LH verður aðeins breytt á aðalfundi. Í fundarboði skal þess getið sérstaklega að tillaga til
breytinga á samþykktum verði tekin til meðferðar á fundinum og skal hún fylgja fundarboði. Nái
tillaga til breytinga á samþykktum samþykki meirihluta fundarmanna fær hún gildi.
4. kafli
Stjórn LH
10.gr.
Stjórn LH skal skipuð átta stjórnarmeðlimum. Formann og aðra stjórnarmeðlimi skal kjósa til tveggja
ára í senn. Stjórnin skiptir að öðru leyti með sér verkum. Leitast skal við að haga stjórnarkjöri svo að
sem flestir landshlutar eigi fulltrúar í stjórninni. Enginn stjórnarmaður má sitja lengur en fjögur ár
samfellt í stjórn. Leitast skal eftir því að ávallt sé um helmingur stjórnarmeðlima með reynslu af
stjórnarsetu í LH
11.gr.
Stjórn LH skal koma saman til fundar eigi sjaldnar en tvisvar á ári. Stjórn ræður málefnum
sambandsins milli aðalfunda með þeim takmörkunum sem samþykktir þessar setja. Ef tveir eða fleiri
stjórnarmenn óska eftir stjórnarfundi ber formanni að boða til fundar. Frumeintak ársreiknings, undirskrifað af gjaldkera og skoðunarmönnum skal lagt fyrir stjórn og síðan aðalfund til afgreiðslu.
12.gr.
Formaður borðar stjórnarfundi með tryggilegum hætti með 7 daga fyrirvara hið minnsta. Stjórnarfundur er ályktunarhæfur ef a.m.k. 4 stjórnarmenn sækja fundinn. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundi. Falli atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns. Gerðir stjórnarinnar skulu bókfærðar.
5. kafli
Ýmis ákvæði
13.gr.
Komi fram tillaga um að LH skuli slitið skal það verða tekið upp á næsta aðalfundi félagsins. Til að ákvörðun um slit LH sé gild þarf a.m.k. 2/3 hluti þeirra stofnana sem eiga aðild að sitja fundinn og jafnframt þarf atkvæði 2/3 hluta fundarmanna að samþykkja slit sambandsins og ráðstöfun eigna þess.
Samþykkt á aðalfundi Landssambands heilbrigðisstofnana 09.11.2023
10.
nóvember 2023,
Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir HSU, formaður Ásgeir Ásgeirsson Guðbjörg Gunnarsdóttir Reykjalundur Guðný Valgeirsdóttir LSH Hildur Elísabet Pétursdóttir HVest Nína Hrönn Gunnarsdóttir HSA Þórhallur Harðarson HSN