- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
Helga Hauksdóttirformaður setur fundinn og býður fólk velkomið og stingur upp á Pétri Magnússyni sem fundarstjóra sem var samþykkt samhljóma. Pétur Magnússon stingur upp á Hildi Elísabetu Pétursdóttur sem ritara aðalfundar og er það einnig samþykkt samhljóma.
- Skýrsla stjórnar.
Helga Hauksdóttir flytur skýrslu formanns og fer yfir starf sambandsins síðastliðið ár.
LH stofnað júní 2010. Meginverkefni að skipuleggja vorfund og haustfund ásamt öðrum verkefnum og meðal annars tilnefningar í ýmsa verkefnahópa á vegum ráðuneytisins. Samtök fyrirtækja í velferðaþjónustu gengu í samtökin á árinu.
Vorfundur var haldinn á Varmalandi sem HVE sá um, þátttaka var afar góð. Hluti hópsins þurfti að gista í Stafholti vegna plássleysis á Varmalandi. Fundurinn heppnaðist afar vel og gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Óvissuferð í boði HVE var eftir fundinn og var hún einstaklega skemmtileg og vel heppnuð.
Helga ræddi aðeins um ástandið í heilbrigðiskerfinu sem hefur lítið breyst síðustu ár.
Dagskráin á málþinginu í dag endurspeglar þónokkuð það sem við erum að fást við í heilbrigðiskerfinu.
Boðið var upp á umræðu um skýrslu stjórnar, hún svo borin upp til atkvæða og var hún samþykkt samhljóða
- Reikningar sambandsins lagðir fram til afgreiðslu.
Þórhallur Harðarson fer yfir reikninga sambandsins starfsárið sem er frá september – ágúst ár hvert. Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða.
- Tillaga um árgjald næsta starfsárs.
Þórhallur ber upp tillögu stjórnar um að halda óbreyttum árgjöldum til sambandsins. Þau verði 50.000-100.000 eftir stærð stofnanna og var það samþykkt samhljóða.
Fer yfir stofnanir sem eru aðilar að LH, eftirtaldar stofnanir eru: Landsspitali, Sjúkrahúsið á Akureyri, Hrafnista, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Heilsustofnun NLFÍ, Múlabær, Reykjalundur, SÁÁ. Samtök fyrirtækja í velferðaþjónustu komu ný inn á þessu ári.
- Fjárhagsáætlun næsta árs.
Þórhallur fer yfir ársreikning síðasta árs, fjárhagsáætlun næsta árs og árgjald í samtökin. Ársreikningar hafa verið samþykktir af stjórn. Fundarstjóri gaf færi á spurningum um ársreikninga. Enginn bar fram spurningu.
Þórhallur leggur til að árgjaldið breytist og verði innheimt sem 12.000 kr. af hverjum einstakling í framkvæmdastjórn aðildastofnana. Tillögur um nýja leið til innheimtu árgjalda var samþykkt einróma.
Fjárhagsáætlun var samþykkt einróma.
Engar lagabreytingar liggja fyrir
- Kosning formanns
Helga var kosin í fyrra til tveggja ára, því er ekki þörf fyrir þessa kosningu í ár.
8. Kosning annarra stjórnarmanna til tveggja ára.
Í stjórn núna eru:
Helga Hauksdóttir formaður HSS (2ár), Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir HSU (3 ár), Þórhallur Harðarson HSN (3 ár), Hildur Elísabet Pétursdóttir HVest ( 4ár), Ásgeri Ásgeirsson HVE (4ár), Nína Hrönn Gunnarsdóttir HSA (3 ár), Guðbjörg Gunnarsdóttir Reykjalundi (3 ár), Guðný Valgeirsdóttir LSH (2 ár). Vigdís Hallgrímsdóttir kom inn fyrir Guðnýju Valgeirsdóttur.
Kosið er um eftirfarandi stjórnarmenn:
Hildur, Ásgeir, Baldvina og Nína Hrönn og gefa þau ekki kost á sér aftur.
Tillaga er um eftirfarandi stjórnarmenn:
Svava Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir HSA, Hanna Þóra Hauksdóttir HVest, Sigurður Böðvarsson HSU, Hulda Gestsdóttir HVE.
Ný stjórn verður þá skipuð eftirfarandi:
Helga Hauksdóttir HSS formaður, Þórhallur Harðarson HSN, Guðbjörg Gunnarsdóttir Reykjalundi, Vigdís Hallgrímsdóttir LSH, Svava Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir HSA, Hanna Þóra Hauksdóttir HVest, Sigurður Böðvarsson HSU og Hulda Gestsdóttir HVE.
10. Önnur mál
10.1. Staðsetning vorfundar 2025 – Vorfundur 2025 verður á Suðurnesum í boði HSS
Staðsetning vorfundar 2026 – kosið um erlendis eða Suðurland. Meirihluti fundarmanna kýs það að halda vorfund 2026 erlendis.
10.2. Rætt um skipulag aðalfundar að hausti og vorfundar.
Helga Hauksdóttir ræðir um:
- Fyrirkomulag auðalfundar að hausti.
*skipulag staðsetningar og veitingar
*Skipulag ferðar og veitingar
Eiga stofnanir að höfuðborgarsvæðinu að vera hluti af rúllum um vorfundi eða á einhvern hátt að koma að skipulagningu þeirra.
Rætt og eru stofnanir á höfuðborgarsvæðinu tilbúnar til að koma inn í skipulagningu á haustfundi. Ef stofnanir eru litlar þá gætu þær sameinast um skipulagningu.
Stjórn leggur fram tillögu að stofnanir á höfuðborgarsvæðinu komi að skipulagningu haustfundar. Var hún samþykkt samhljóða. Stjórn er falið að útfæra þetta nánar í samráði við stofnanir á höfuðborgarsvæðinu.
Klappað var fyrir stjórnarmeðlimum sem voru að hætta og þeim sem voru að koma inn.
Fundi slitið