Aðalfundur Landsambands Heilbrigðisstofnanna - 9. nóvember 2023 á Nauthóli
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. Baldvina Hafsteinsdóttur formaður setur fundinn og býður fólk velkomið og stingur upp á Rósu Marinósdóttur sem fundarstjóra sem var samþykkt samhljóma. Rósa Marinósdóttir stingur upp á Hildi Elísabetu Pétursdóttur sem ritara aðalfundar og er það einnig samþykkt samhljóma.
2. Skýrsla stjórnar. Baldvina Hafsteinsdóttir flytur skýrslu formanns og fer yfir starf sambandsins síðastliðið ár. Ferð til Stokkhólms var vel heppnuð í alla staði og almenn ánægja með ferðina. Baldvina fór yfir dagskrána í Stokkhólmi og sýndi skemmtilegar myndir úr ferðinni. Boðið var upp á umræðu um skýrslu stjórnar, hún svo borin upp til atkvæða og var hún samþykkt samhljóða
3. Reikningar sambandsins lagðir fram til afgreiðslu. Í upphafi fór Þórhallur létt yfir sögu félagsins. Þórhallur Harðarson fer yfir reikninga sambandsins starfsárið sem er frá september – ágúst ár hvert. Eignir 3,6 milj í lok starfsárs. Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða.
4. Tillaga um árgjald næsta starfsárs. Þórhallur ber upp tillögu stjórnar um að halda óbreyttum árgjöldum til sambandsins þau verði 50.000-100.000 eftir stærð stofnanna og var það samþykkt samhljóða.
5. Fjárhagsáætlun næsta árs. Þórhallur fer yfir fjárhagsáætlun næsta árs og var tillaga stjórnar samþykkt samhljóða
6. Lagabreytingar. – Yfirstrikað fer út og reuðmerkt kemur inn í staðinn.
Kosning um breytingu á 4. gr.
Kosið eru um 3 tillögur:
Tillaga I.
Þær heilbrigðisstofnanir sem falla undir ákvæði I. kafla laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 4. grein og II. kafla 6. grein eiga rétt á aðild að LH. Aðildarumsókn skal samþykkt af stjórn samtakanna og kynnt á aðalfundi.
Tillaga 2.
Opinberar heilbrigðisstofnanir sem falla undir ákvæði I. kafla laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 4. grein og II. Kafla 6. grein eiga rétt á aðild að LH. Aðildarumsókn skal samþykkt af stjórn samtakanna og kynnt á aðalfundi. Jafnframt eiga þær stofnanir sem eru í samtökunum 1. október 2023 rétt á áframhaldandi aðild að LH.
Tillaga 3.
Opinberar heilbrigðisstofnanir sem falla undir ákvæði I. kafla laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 4. grein og II. Kafla 6. grein eiga rétt á aðild að LH. Stjórn samtaka annarra heilbrigðisstofnana skulu einnig eiga rétt á aðild að LH. Aðildarumsókn skal samþykkt af stjórn samtakanna og kynnt á aðalfundi. Jafnframt eiga þær stofnanir sem eru í samtökunum 1. október 2023 rétt á áframhaldandi aðild að LH.
Niðurstaða kosningar:
1 sat hjá,
Tillaga 1 hlaut 2 atkvæði
Tillaga 2 hlaut 1 atkvæði
Tillaga 3 hlaut 10 athkvæði og er því samþykkt.
Gömlu samþykktirnar sem og nýju lögin eru hér aftast í fundargerð.
Kosning um breytingu á 5. gr.
Tillaga:
Framkvæmdastjórnir stofnana eða fulltrúar þeirra hafa rétt til setu á aðalfundi og viðburðum tengdum LH. Sérhver stofnun fer með eitt atkvæði á aðalfundi samtakanna.
Tillaga samþykkt.
Kosning um breytingu á 8. gr.
Tillaga samþykkt
Kosning um breytingu á 10. gr.
Tillaga:
Stjórn LH skal skipuð fimm mönnum og þremur til vara átta stjórnarmeðlimum. Formann og aðra stjórnarmeðlimi skal kjósa sérstaklega til eins árs tveggja ára í senn, en aðra stjórnarmenn og varamenn til tveggja ára í senn. Stjórnin skiptir að öðru leyti með sér verkum. Leitast skal við að haga stjórnarkjöri svo að sem flestir landshlutar eigi fulltrúar í stjórninni. Enginn stjórnarmaður eða varamaður má sitja lengur en fjögur ár samfellt í stjórn. Formaður kveður varamann til stjórnarfundar ef aðalmaður sækir ekki fund. Leitast skal eftir því að ávallt sé um helmingur stjórnarmeðlima með reynslu af stjórnarsetu í LH
Tillaga samþykkt
Kosning um breyting á 12. gr.
Formaður borðar stjórnarfundi með tryggilegum hætti með 7 daga fyrirvara hið minnsta. Stjórnarfundur er ályktunarhæfur ef a.m.k. 3 4 stjórnarmenn sækja fundinn. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundi. Falli atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns. Gerðir stjórnarinnar skulu bókfærðar.
Tillaga samþykkt
Kosning um breytingu á 13. gr.
Komi fram tillaga um að LH skuli slitið skal þegar boðað til almenns fundar sambandsins þar sem tillagan verður rædd það verða tekið upp á næsta aðalfundi félagsins. Til að ákvörðun um slit LH sé gild þarf a.m.k. 2/3 hluti þeirra stofnana sem eiga aðild að sitja fundinn og jafnframt þarf atkvæði 2/3 hluta fundarmanna að samþykkja slit sambandsins og ráðstöfun eigna þess.
Tillaga samþykkt
Kosning um að taka út ákvæði sem sett voru inn til bráðabirgða.
Á stofnfundi skal haga stjórnarkjöri þannig: Kjósa skal tvo stjórnarmenn til eins árs og tvo til tveggja ára. Kjósa skal einn varamann til eins árs og tvo til tveggja ára.
Tillaga samþykkt
Í lok fundargerðar má sjá eldri samþykktir LH sem og nýsamþykkt lög.
7. Kosning formanns
Helga Hauksdóttir kosinn formaður til tveggja ára.
8. Kosning annarra stjórnarmanna til tveggja ára.
Kosið var um eftirfarandi stjórnarmenn og buðu þeir sig allir fram aftur:
Baldvina ýr Hafsteins, Þórhallur Harðarson, Nína Hrönn Gunnarsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir.
Í stjórn núna eru:
Helga Hauksdóttir formaður HSS (1 ár),Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir HSU (2 ár), Þórhallur Harðarson HSN (2 ár), Hildur Elísabet Pétursdóttir HVest ( 3ár), Ásgeri Ásgeirsson HVE (3ár), Nína Hrönn Gunnarsdóttir HSA (2 ár), Guðbjörg Gunnarsdóttir Reykjalundi (2 ár), Guðný Valgeirsdóttir LSH (1 ár)
9. Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara til eins árs.
Fellur niður vegna lagabreytinga sem voru samþykktar.
10. Önnur mál
1. Hildigunnur Svavarsdóttir – situr í Framkvæmdaráði Evrópusamtaka heilbrigðisstofnana (EHM) og er að velta fyrir sér hlutverki LH inn það alþjóðasamstarf. Félag forstöðumanna og LH ættu að hugsa um samstarf sín á milli varðandi alþjóðasamstarf.
Hildigunnur talar um að Evrópusamtökin eru að velta fyrir sér ráðstefnu á Íslandi eftir 2 ár og hún þurfi að svara mjög fljótlega. Veltir því upp hvort LH sé tilbúið til að koma inn í þann undirbúning.
Guðjón Hauksson og Sigurður Einarsson tóku til máls og samsinntu þessu varðandi mikilvægi um alþjóðlegt samstarf.
2. Staðsetning vorfundar 2024 – verður í vegum HVE 2. – 3. maí 2024
Staðsetning vorfundar 2025 ?
Suðurnes
Erlendis?
Finnland
Færeyjar
Ráðstefnur
Las Vegas - HIMSS
Verður rætt óformlega á eftir.
Fundi slitið