Aðalfundur 9. nóvember 2022

 Aðalfundur Landsambands Heilbrigðisstofnanna - 9. nóvember 2022 á Nauthóli

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. Baldvina Hafsteinsdóttur formaður setur fundinn og býður fólk velkomið og stingur upp á Rósu Marinósdóttur sem fundarstjóra sem var samþykkt samhljóma. Rósa Marinósdóttir stingur upp á Nínu Hrönn Gunnarsdóttur sem ritara aðalfundar og er það einnig samþykkt samhljóma.

2. Skýrsla stjórnar. Baldvina Hafsteinsdóttir flytur skýrslu formanns og fer yfir starf sambandsins síðastliðið ár. Umræða um skýrslu stjórnar hún svo borin upp til atkvæða og var hún samþykkt samhljóða

3. Reikningar sambandsins lagðir fram til afgreiðslu. Þórhallur Harðarson fer yfir reikninga sambandsins starfsárið sem er frá september – ágúst ár hvert, Tekjur voru í formi árgjalda til þeirra, hagnaður er 302,345. Eignir 5,4 milj í árslok. Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða.

4. Tillaga um árgjald næsta starfsárs. Þórhallur ber upp tillögu stjórnar um að halda óbreyttum árgjöldum til sambandsins þau verði 50.000-100.000 eftir stærð stofnanna og var það samþykkt samhljóða.

5. Fjárhagsáætlun næsta árs. Þórhallur fer yfir fjárhagsáætlun næsta árs og var tillaga stjórnar samþykkt samhljóða

6. Lagabreytingar. Enginn tillaga var um lagabreytingar

7. Kosning formanns ( til eins árs) Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir var endurkjörin samhljóða til formanns

8. Kosning annarra stjórnarmanna og varamanna til tveggja ára í stjórn til viðbótar við Baldvinu voru kosin Þórhallur Harðarson, aðalmaður HSN, Hildur Pétursdóttir aðalmaður Hvest, Ásgeri Ásgeirsson aðalmaður HVE, Nína Hrönn Gunnarsdóttir aðalmaður HSA, Guðbjörg Gunnarsdóttir varamaður Reykjalundi, Runólfur Pálsson varamaður LSH, Helga Hauksdóttir Varamaður HSS

9. Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara til eins árs. Skoðunarmenn voru kosnir Guðmundur Magnússon SAK og Helgi Kristjánsson frá Reykjalundi. Til vara var Axel Björgvin Höskuldsson HSU kjörin.

10. Önnur mál
Vorferð kostið var um þrjár leiðir fyrir vorfund sambandsins þ.e.a.s. að fara til Færeyja, halda fundinn á Vesturlandi eða fara til Svíþjóðar og kosið var meðal fundarmanna að fara til Svíþjóðar og mun stjórn vinna í skipulagi þess og kynna sem fyrst. Þórhallur kynnir að LH muni greiða rútu, mat og gistingu.

 

Aðalfundi slitið 13:15 og málþing haldið í kjölfarið
Fundarritari Nína Hrönn Gunnarsdóttir