Stjórnarfundur Landssambands heilbrigðisstofnana á Teams 1. október 2024

Mættir í Teams Helga Hauksdóttir HSS formaður,Baldvina Ýr hafsteinsdóttir HSU, Nína Hrönn Gunnarsdóttir HSA, Ásgeir Ásgeirsson HVE, Þórhallur Harðarson HSN og Hildur Elísabet Pétursdóttir HVest sem ritar fundargerð.

Dagskrá.

  1. Aðalfundur í haust

Aðalfundur verður haldinn á Nauthól fimmtudaginn 7. nóv. 2024.

Allt að verða tilbúið fyrir fund.

Smá breytingar hafa orðið á dagskrá.

Halla Tómasdóttir, forseti  biður um punkta til að ræða um á þinginu og við þurfum að finna nokkra með henni í panel.

Farið yfir glærur, dagskrá og ársreikingur ræddur.