29.11.2011 10:45
Fundur í stjórn Landssambands heilbrigðisstofnana haldinn á Akureyri 18. nóvember 2011
Mættir: Birgir Gunnarsson, Erna Einarsdóttir, Magnús Skúlason, Margrét Guðjónsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Stefán Þórarinsson, Þröstur Óskarsson,
Forföll boðaði Þórunn Ólafsdóttir
1. Ályktun stjórnar Landssambands heilbrigðisstofnana um Reykjavíkurflugvöll og Landspítala
Stefán Þórarinsson lagði fram drög að tillögu um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar m.t.t. Landspítala vegna bráðaþjónustu við landsbyggðina. Umræða
Stjórnarfundur Landssambands heilbrigðisstofnana haldinn á Akureyri 18. nóvember 2011 vekur athygli á mikilvægi nálægðar Reykjavíkurflugvallar við Landspítala vegna sjúkraflugs og bráðaþjónustu við landsbyggðina. Gæta verður þess þegar nýs Landspítali er byggður að þessi nánu tengsl veri ekki rofin. Hverfi Reykjavíkurflugvöllur veldur það mikilli afturför í bráðaþjónustu við þá landsmenn sem þurfa að komast til Landspítala með sjúkraflugi.
2. Tilnefning í fagráð sjúkraflutninga
Erindi frá velferðarráðuneyti um að tilnefna í fagráð sjúkraflutninga af báðum kynjum. Tilnefnd voru:
Ármann Höskuldsson yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi
Bára Benediktsdóttir hjúkrunarfræðingur og mannauðsráðgjafi á bráðasviði Landspítala
3. Aðalfundur Landssambands heilbrigðisstofnana 2011
Aðalfundur Landssambands heilbrigðisstofnana verður 2. desember n.k. í Reykjavík kl. 13.30. Dagskrá Vel hefst kl. 14.30
Formaður hefur rætt við velferðarráðuneyti um efni frá þeim t.d. um skýrslu Boston Consulting Group - Hvað svo? / sýn ráðuneytisins
Formaður heldur áfram viðræðu um dagskrá við velferðarráðuneyti.
Framkvæmdastjórnir eða/og fulltrúar þeirra hafa seturétt á aðalfundi LH.
Ákveðið að athuga með Loftleiðir sem fundarstað.
Á aðalfundi skal taka fyrir:
Tillögu að árgjaldi - ákveðið að leggja til óbreytt árgjald
Reikninga félagsins
Stjórnarkjör
Tillögur um menn í stjórn
Herdís Klausen hjúkrunarforstjóri, heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks
Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóri, kvenna- og barnasviðs Landspítala
Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri heilsugæslu Reykjavíkur, varamaður
Ábyrgðarmenn MG og MS
FASTUS bjóða LH upp á kynningu á fyrirtækinu og drykk á eftir. Ákveðið að afþakka gott boð.
Ábyrgðarmaður BG
Fundarstjóri: Sigríður Snæbjörnsdóttir forstjóri heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
Ábyrgðarmaður BG
4. Önnur mál
a. Samskipti við velferðarráðuneyti. Skortur á frumkvæði að samskiptum frá velferðarráðuneyti, ákveðið að taka saman hvernig hefur gengið.
b. Rætt um hlutverk Heilbrigðisumdæma.
c. Rætt um öldrunarþjónustu /hjúkrunarþjónustu og þjónustu í fatlaða geiranum
d. Rætt um nýja reglugerð fyrir sjúkraflutninga.
e. Rætt um Virk endurhæfingu.
Fundi slitið kl. 15.45
ee