Stjórnarfundur 16. janúar 2012

11.03.2012 13:17

Stjórnarfundur í stjórn Landssambands heilbrigðisstofnana haldinn 16.janúar kl.13.00 á Reykjalundi

Formaður stjórnar Birgir Gunnarsson setti fund. Á fundinn mættu auk Birgis: Jón Hilmar Friðriksson, Magnús Skúlason , Stefán Þórarinsson og Herdís Klausen.

Fundarefni:

1.       Verkaskipting stjórnar

2.       Starfið framundan:

a.       Stjórnarfundir

b.      Vorfundur

c.       Samskipti við heilbrigðisyfirvöld

3.       Önnur mál

 

        1.       Stjórn skipti með sér verkum: Magnús Skúlason gjaldkeri, Þórunn Ólafsdóttir ritari og Jón Hilmar Friðriksson varaformaður.

       2.       a) Birgir sagðist stefna að stjórnarfundum x 1 í mánuði. Lítið gerst frá aðalfundinum sem haldinn var 2.desember 2011. Birgir tók þátt í vinnufundi  v. nýrrar heilbrigðisáætlunar. Þetta var ½ dags fundur , um 20 manns tóku þátt.

                b) Stefnt að vorfundi í maí. Ákveðið að halda fundinn á Egilsstöðum 10. og 11. maí ef að hægt er að fá hótelgistingu á þeim tíma. Stefán Þórarinsson tekur að sér að athuga með gistingu. Strax og staðfesting liggur fyrir sendir Birgir tilkynningu til stofnana varðandi dagsetningu fundarins. Rætt um mögulegt fundarefni og fyrirkomulag. Stefnt að svipuðu fyrirkomulagi og á síðasta vorfundi þ.e. dagskrá í samvinnu við Velferðaráðuneyti fyrri daginn og fræðsluerindi seinni daginn.

                c) Landssamtökin hafa beitt sér í að fá upplýsingar frá VEL. Áhyggjuefni þegar að fagráðuneytið leggur upp með niðurskurðaráætlanir sem þarf síðan að bakka með. Mikilvægt þergar rætt er um heilbrigðismál að umræðan sé á faglegum grunni. Heilmiklar umræður um samskipti við velferðaráðuneytið og niðurskurð. Rætt um vinnuhópana sem skipaðir voru fyrir jól. Ráðuneytið forgangsraðar verkefnum. Flestir hóparnir búnir að skila af sér en tveir hópar eru eftir og skila af sér fyrir páska en það eru hópurinn sem fjallar um sjúkraflutninga og hópurinn sem fjallar um sameiningar, fæðingarþjónustu, skurðlæknaþjónustu, vaktsvæði o.fl.

      3.      Rætt um sjúkraskrárkerfið, Sögukerfið versus önnur kerfi, kostnað og fleira. Búið að tengja    saman Sögukerfið á Norðurlandi, Suðurlandi, Vesturlandi og Austurlandi. Öll utanspítalaþjónusta í REK er fyrir utan kerfið. Rætt um skipulag þjónustu, flutning sérfræðieininga á stofnanir. Magnús Skúlason sagðist vera nýbúinn að gera samning við Sjúkratryggingar Íslands varðandi komur sérfræðinga. Rætt um yfirfærslu öldrunarmála til sveitarfélaga, fyrirkomulag og framkvæmd sem getur orðið flókin. Rætt um nýskipað  fagráð sjúkraflutninga, Bára Benediktsdóttir er fulltrúi Landssamtakanna.

Fundi slitið kl. 15.30

Herdís Klausen

Skrifað af Margréti Guðjónsdóttur