Mættir voru:
Aðalmenn: Birgir Gunnarsson, formaður, Herdís Klausen, Þröstur Óskarsson og Þórunn Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð.
Varamenn: Gunnar K. Gunnarsson, Nína Hrönn Gunnarsdóttir og Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir.
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Stjórn skipti með sér verkum:
- Birgir Gunnarsson formaður
- Jón Hilmar Friðriksson varaformaður
- Herdís Klausen meðstjórnandi og umsjónamaður heimasíðu.
- Þröstur Óskarsson gjaldkeri
- Þórunn Ólafsdóttir ritari
Umræða um kjaramál heilbrigðisstétta.
Formaður fór yfir stöðuna og voru fundarmenn sammála um alvarleika málsins. Fram kom að mikilvægt er að fyrir liggi sem fyrst hver stefna ráðuneytisins er og hvort heilbrigðisstofnanir megi búast við sömu fjárveitingu og LSH fékk til að ljúka stofnanasamningi við hjúkrunarfræðinga. Formaður óskaði eftir umboði stjórnar til að fara með formanni félags forstöðumanna sjúkrahúsa Guðjóni Brjánssyni hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands á fund heilbrigðisráðherra til að ræða málið. Var það samþykkt.
Vorfundur á Sauðárkróki 16.-17. maí n.k.
Ákveðið var að fundarboðið vegna vorfundarins verði sent út nú í vikunni. Haldið verður utan um skráningu á fundinn á Reykjalundi. Upplýsingar varðandi skráningu, fundarstað og gistimöguleika verða settar inn á heimasíðu LH um leið og þær liggja fyrir. Þátttakendur verða sjálfir að velja sér gististað þar sem ekki er nægilegt framboð af gistirýmum á einum stað til að hýsa þann fjölda sem búast má við. Nægileg gistirými eru í bænum og eru þau flest miðsvæðis og í nálægð við fundarstaðinn. Tillögur að dagskrá voru rædda og var niðurstaðan að fá fulltrúa velferðarráðuneytisins til að vera með innlegg á fimmtudeginum og mun Birgir ganga frá því. Áhugi er á að fá fulltrúa frá Landlækni, FSA og LSH til að ræða gæðavísa í heilbrigðisþjónustu og tók Jóhanna Fjóla og Þröstur að sér að ræða við þessa aðila. Síðan er lagt til að á föstudeginum verði kynning á þjónustu innan svæðis á Norðurlandi og mun Herdís hafa milligöngu um það. Endanleg dagskrá verður send út um leið og hún liggur fyrir.
Fundið slitið
kl. 14 ÞÓ.