Stjórnarfundur 10. desember 2012

20.12.2012 12:03

Stjórnarfundur í stjórn Landssambands heilbrigðisstofnana haldinn 10. desember kl. 11 á Hótel Natura.

Formaður stjórnar Birgir Gunnarsson setti fund. Á fundinn mættu auk Birgis, Jón Hilmar Friðriksson, Stefán Þórarinsson, Þröstur Óskarsson, Herdís Klausen og Þórunn Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð.

Fundarefni:

Lokaundirbúningur aðalfundar.

Vorfundur.

 

Lokaundirbúningur aðalfundar

Formaður fór yfir dagskrá aðalfundar og þau gögn sem dreifa á á fundinum.  Þeir sem ganga úr stjórn nú eru Stefán Þórarinsson, Magnús Skúlason og Steinunn Sigurðardóttir.  Þeir sem bjóða sig fram sem varamenn eru Gunnar K.Gunnarsson, forstjóri heilbrigðisstofnunnar Vestmanneyja og Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir,  framkvæmdastjóri hjúkrunar á Akranesi. Tillaga er að þeir varamenn sem nú eru Herdís Klausen og Þröstur Óskarsson gangi upp í stjórn.  Formaður hefur ákveðið að gefa kosta á sér í ár til viðbótar. 

Ákveðið var að leita eftir samþykki aðalfundar fyrir því að stjórn fengi umboð til að semja ályktun, sem send yrði stjórnvöldum. Í ályktuninni  kæmi fram áhyggjur landssambandsins vegna þeirrar sífellt vaxandi undiröldu sem skynja má á heilbrigðisstofnunum vegna ófrágengina stofnannasamninga við heilbrigðisstarfsmenn.

Vorfundur

Ákveðið er að vorfundurinn 2013 verði á Sauðarkróki líklega 9-10 maí.  Herdís tók að sér að athuga hvort hægt er að útvegna nægileg gistirými fyrir hópinn.

 

Fundi slitið kl 12.

Skrifað af Herdísi Klausen