Fundarboð aðalfundar 2012

Aðalfundur Landssambands heilbrigðisstofnana verður haldinn á Hótel Natura í Reykjavík mánudaginn 10. desember n.k. kl. 13.00-16.00.  Í tengslum við aðalfundinn verður dagskrá frá Velferðarráðuneyti og einnig munu fulltrúar frá LSH kynna stöðu mála varðandi nýjan Landspítala. 

Svo ekki leiki vafi á um lögmæti fundarins er rétt að taka fram að í 7.gr. laga sambandsins segir m.a. "Aðalfund skal halda á tímabilinu september-desember ár hvert.  Til hans skal boða á sannanlegan hátt með mánaðar fyrirvara hið skemmsta og er hann þá lögmætur."  Til aðalfundarins nú er boðað með þriggja vikna fyrirvara.  Hafi fólk athugasemdir við fundarboðið þá er óskað eftir að þeim verði komið á framfæri sem allra fyrst.  Ef engar athugasemdir berast er litið svo á að fundurinn sé lögmætur.  Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  • Kl. 13-14              Aðalfundur LH
  • Kl. 14-15              Dagskrá á vegum VEL
  • Kl. 15-16              Dagskrá á vegum LSH 
Stjórn LH hvetur til þess að sem flestir fulltrúar framkvæmdastjórna aðildarstofnana sambandsins mæti á fundinn. 
Þátttaka tilkynnist fyrir 1. desember n.k. á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
F.h. stjórnar LH Birgir Gunnarsson formaður