Heilbrigðiskerfið 2015

Í tengslum við stofnfund Landssambands heilbrigðisstofnana (LH) verður haldin ráðstefna á Grand hótel föstudaginn 25. júní kl. 13.00-16.30.  Þar verður reynt að svara áleitnum spurningum um það hvernig heilbrigðiskerfið muni komast í gegnum niðurskurð og þrengingar sem framundan eru. Hvað þarf að breytast og hvernig, hvaða leiðir þarf að fara til að tryggja áfram góða þjónustu?  Hvað er nauðsynlegt að gera varðandi sameiningar, samvinnu og/eða niðurlagningu stofnana?  

Frummælendur leitast við að svara þessum spurningum og varpa sinni sýn á það hvernig heilbrigðiskerfið eigi að líta út árið 2015.

Dagskrá:

Kl .13:00Formaður Landssambands heilbrigðisstofnana setur ráðstefnuna

Kl. 13:10  Heilbrigðisráðherra:  Álfheiður Ingadóttir

Kl. 13.30Landlæknir:  Geir Gunnlaugsson

Kl. 13:45  Forstjóri Landspítala:  Björn Zoega

Kl. 14:00 Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins:  Svanhvít Jakobsdóttir

Kl. 14:15 Þingmaður og fyrrum heilbrigðisráðherra:  Siv Friðleifsdóttir

Kl. 14:30 Þingmaður og fyrrum heilbrigðisráðherra:  Guðlaugur Þór Þórðarson

Kl. 14:45  Lektor í heilsuhagfræði við HÍ:  Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

Kl. 15:00  Kaffihlé

Kl. 15.15Panelumræður - Sigurður Guðmundsson, sviðsforseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ stýrir umræðum

Kl. 16:30 Ráðstefnuslit 

Ráðstefnan er öllum opin en þátttaka tilkynnist á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ekkert ráðstefnugjald.

Undirbúningsnefndin

 

Landssamband heilbrigðisstofnana

Vorfundur í Stokkhólm 24. – 26. apríl 2023

Þátttakendur voru 48 frá alls 13 stofnunum og einn frá Heilbrigðisráðuneytinu.

Þátttakendur sáu sjálfir um að koma sér á staðinn en að öðru leiti var allur undirbúningur á vegum stjórnar LH. Hópurinn var að týnast til Stokkhólms á sunnudeginum á mismunandi tímum.

Gist var á Hótel Scandic Klara.

Mikil ánægja var með ferðina sem var einstaklega vel heppnuð og fólk fór heim með fullt af nýjum hugmyndum og fróðleik.

Fimmtudagur 22. Mars

Fundarstjóri Lilja Stefánsdóttir

Guðný Friðriksdóttir formaður LH setti fund og bauð gesti velkomna .

Bauð sérstkalega Ölmu Möller velkomna sem nýráðinn landlæknir.

Ávarp fulltrúa Velferðarráðuneytis Vilborg Ingolfsdóttir skrifstfustjóri VEL.

Vilborg bar kveðju frá heilbrigðisráðherra Svandísar Svavarsdóttur sem er erlendis á fundi

Vilborg fór yfir helstu áherslur nýrrar ríkisstjórnar og þau málefni sem skrifstofa heilbrigðisþjónustu er að vinna að. Greindi einnig frá erlendu samstarfi inna VEL.