Fimmtudagur 22. Mars
Fundarstjóri Lilja Stefánsdóttir
Guðný Friðriksdóttir formaður LH setti fund og bauð gesti velkomna .
Bauð sérstkalega Ölmu Möller velkomna sem nýráðinn landlæknir.
Ávarp fulltrúa Velferðarráðuneytis Vilborg Ingolfsdóttir skrifstfustjóri VEL.
Vilborg bar kveðju frá heilbrigðisráðherra Svandísar Svavarsdóttur sem er erlendis á fundi
Vilborg fór yfir helstu áherslur nýrrar ríkisstjórnar og þau málefni sem skrifstofa heilbrigðisþjónustu er að vinna að. Greindi einnig frá erlendu samstarfi inna VEL.
Áætlun um gæðaþróun innan heilbrigðisþjónustunnar til næstu ára
Gæðauppgjör heilbrigiðsstofnana Leifur Bárðarson, sviðstjóri eftirlits og gæða EL starfandi landlæknir.
Ræðir um úttektir á heilbrigðisstofnunum. Gæði, öryggi, skilvirkni og aðgengi að þjónustu.
Verður aðgengilegt á heimasíðu EL.
Lykilþættir áætlunar um gæðaþróun- Stjórnkerfi- Gæðavísar- Atvikaskráning- Þjónustukannanir
EL á eftir að kynna verklagsreglur um gæðauppgjör stofnunar. Gæðauppgjör gerir árangur stofnunar sýnilegan hvað snertir gæði og öryggi þjónustunanar, aðgengi að henni og skilvirkni.
Áætlað er að nota atvikaskráningarkerfi. Datix. Þetta kerfi verður fyrir alla sem starfa í heilbrigðisþjónutu. Kerfið gerir stjórnendum g ábyrgðaraðiljum kleift að fylgjast betur með og bregðast við atvikum
Þjónustukannanir. Keyrt var tilraunaverkefni á 4 heilbrigðisstofnunum 2017 þar sem KayForCare var notað EL er að kanna hvort vænlegt er að nota þetta kerfi á heilbrigðisstofnunum. Sjá glærur.
Umræður. Vilborg Ingólfsdóttir spurði um kostnað við þjónustukerfið. Svar. 30 milljónir stofnkostnaður og síðan um 20 millj á ári.
Hildigunnur Svavarsdóttir spurði um hver kostnaður hverrar stofnunar yrði. Ræddi um að sí mat væri betri kostur en einstakar kannanir. Svar. Ekki út fært nákvæmlega hvernig þetta verður.
María Heimisdóttir spurði um atvikaskráningu starfsmanna í Daticx . Svar. Hægt að skrá mjög margt þar inn.
Alma Möller spurði hvort búið væri að skilgreina hvað á að skrá í atvikaskráningu. Svar: Ekki er búið að ákveða þá þætti sem á að skrá.
Bjarni Jónasson SAK spurði hvenar kerfið yrði innleitt Svar: Vonandi í haust
Vilborg Ingólfsdóttir spurði um fjármögnun á kerfinu. Svar: búið að gera áætlun um fjármögnun.
Fjarmögnunarlíkan í heilsugæslu
Fjármögnunarlíkan heilsugæslu höfuðborgarsvæðis Arnar Þór Sveinsson, sérfræðingur í VEL
Fjármögnun hverrar heilsugæslu tekur mið af fjölda einstaklinga, kostnaðar og þarfavísitölu auk annara þátta. Sjá glærur.
Hvernig hefur fjármögnunarlíkanið komið út fyrir HH Jónas Guðmudsson framkvæmdastóri fjármála HH. Sjá glærur.
Ræddi um hvernig fjármagni er skipt á milli heilsugæslustöðva og læknavaktarinnar. Opnað var fyrir stofnun nýrra stöðva. Telur að heldur hratt hefði verið farið að keyra fjármögnunarkerfið. Mikil breyting varð á rekstri stöðvanna. Flestar stöðvarnar voru reknar með halla s.l. ár. Samdráttur varð í starfsemi. Svolítil fækkun á skjólsæðingum hefur verið á HH. Heldur bjartara yfir fjármögnun fyrstu 2 mán 2018. Telur að breyta þurfi útreikningi til að jafnræði ríki á milli stöðva. Nokkur gæðaviðmið eru ekki virk í útreikingi og telur að fleiri hjúkrunarviðmið þurfi að koma inn. Æskilegt að vísitölur verði byggðar á íslenskri töllfræði sé notuð. Refsigjald, frádráttur vegna komu á læknavakt og aðrar stöðvar. Innan HH eru vissar áhyggjur að fjármögnunarkerfið komi til með að koma niður á faglegum þáttum innan stövana og einnig að það sé og læknamiðað. Sjá glærur.
Fyrirspurnir og umræður
Pétur Magnússon spurði hvort kerfið væri að virka eins og til var ætlast, Þjónar það sínum tilgangi
Svar Anar Þór. Stövarnar voru mis vel undirbúnar til að fara inn í fjármögnunarkerfið, allar stöðvarnar að vinna í sama umhverfi. Nokkrar stöðvar þurftu að aðlaga sig meira en aðrar. Líkanið var trúlega ekki alveg tilbúið að útdeila réttlátt. Gerðar voru breytingar á líkaninu. Ekki gott að hafa of mikinn afgang. Ekki hægt að breyta líkaninu nema allir aðilar séu sammála bæði sem sinna opinberri þjónustu og einkarekinni.
Svar Jónas. Að stórum hluta er kerfið að virka. Stjórnendur orðnir meðvitaðir um reksturinn. Það þarf að þróa það betur til að ná betri sátt
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir spurði um hvernig refsistig væru reiknuð vegna komu á bráðamóttöku.
Taldar eru komur á bráðamótöku í Fossvog en ekki þegar um innlögn verður.
Alma Möller: Ekki fjármagn vegna kennslu á heilsugæslustöðvum
Svar. Gert er ráð fyrir kostnaði inn í útreikningi, e.t.v hægt að setja meira inn sem verði tengt kennslu
Koma á bráðamótökur eru 1,6% - 2,4 % hvernig getum við fækkað þessum komum.
Svar. Æskilegt að vinna þetta með bráðamótökum og heilsugæslustöðvum.
Hvernig nýtum við góða afkomu.
Svar. Fjárfest í betri þjónustu. Stöðvar sem eru vel reknar geta ráðið fleira starfsfólk. Svæðisstjórar koma með tillögur um hvernig hægt er að nýta fjármagnið.
Samanburður á einkareknum stöðvum og opinberum stöðvum
Svar. Arnar: Ekki tilbúinn til að bera saman einstaka stöðvar eins og er.
Jónas hvetur til þess að samburður verði gerður hið fyrsta.
Pétur Heimisson. Af hverju er 1700 síminn ekki inn í fjármögnunni.
Svar Arnar . Aðeins komur á læknavaktina eru taldar. Simasamningurinn er fyrir utan.
Heilbrigðisþjónustan á landsbyggðinni
Verktaka lækna á landsbyggðinni kostir og gallar Pétur Heimisson frakvæmdastjóri lækinga HSA
Hann ræddi um Hlutverk heilsugæslu á landsbyggðinni. Hann ræddi um lög um heilbrigðisþjónstu. Heilbrigðisþjónusta á landbyggðinni er oft eða alltaf fyrsta viðkoma og e.t.v sú eina sem einstaklingur hefur. Pétur ræddi um verktöku lækna í heilbrigðisþjónustunni. Yfirvöld gera ekki ráð yfrir verktakalæknum. Verktaka leiðir til minni samellu. Veldur auknu álagi á aðrar starfsstéttir. Ýmsir kostir eru líka. Er nokkurn tíma möguleiki á að fá fasta lækna út á landsbyggðina. Óttast að skýrsla ríkisendurskoðunar verði þess valdandi að þrengt verði að verktöku. Ekki eru til leikreglur um þetta ráðningarform. Alþjóðlegt vandamál, byggðaþróun, Nú fer eiginlega enginn læknir út á land e.t.v vegna vaktbyrgði og launa. Læknanámið mjög sjúkrahúsmiðað. Af 6 árum eru heilir 5 dagar út á land skylda. Heilsugæslan þarf að vera í meiri forgrunni en hún er í dag. Umræða um heilsugæslu á landsbyggðinni þarf að auka og efla. Auka þarf útdeilingu verka milli starfsstétta. Sjá glærur.
Sérfræðiþjónusta á landsbyggðinni Elsa B Friðfinnsdóttir stjórnsýslufræðingur
Verið er að vinna að því að allir landsmenn eigi jafnan aðgang að sérfræðiþjónutu. Ræddi um hvernig hægt er að gera það. 87% sérfræðilæknar sem eru með samning við SÍ eru staðsettir á höfuðborgarsvæðinu. Komum til sérfræðilæknis hefur aðeins fækkað árið 2017. Ræddi um hvaða sérfræðiþjónusta ætti að vera á hverju svæði. Hvernig er hægt að tryggja þessa þjónustu. Vinnustofur 10 apríl um sérfræðiþjónustu.
Milli steins og sleggju! Er hugmydafræði læknis- og heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni raunhæf eða óskhyggja Guðjón Hauksson forstjóri HSA
Er heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni hugmyndafræði eða þróun. Lög um heilgbrigðisþjónust eru viss hugmyndafræði. 10 stefnur annað hvort samþykktar eða í vinnslu. Hver ræður þróuninni? Hvernig eru möguleikar til þróunar innan stofnana. Okkur hefur mistekist að deila verkefnum á milli starfsstétta. Hvers vegna er mismunur á aðgengi að þjónustu. Heilbrigðisstarfsfólk og fagséttir hafa fengið allt of mikið að segja um þróun heilbrigðisþjónustnnar t.d vegna kjarasamninga. Fagsettir keppast um að eigna sér meðferðir. Er raunverulegt að jafna aðgengi að heilbrigðisþjónustu .
“Auðvitað“ Hvernig gerum við það.
Fyrirspurnir og umræður
Magnús Ólafsson. Hvers vegna er forstjóri Reykjalundar ekki í vinnu hóp forstjóra
Páll Matthíasson. útskírði hvers vegna forstjóri Reykjalundi er ekki vinnuhópnum.
Rætt um hvernig uppbygging læknanáms er háttað.
Elsa B Friðfinnsdóttir talar um að skekkja sé í grunnnámi lækna. Einng er búið að efla sérnámsstöður á heilsugæslustöðvum. Ræddi um verktakaþjónustu lækna, ríkið verður að líta til kjarasamnga lækna. Misskilningur að vetvangsliðar eigi að flytja sjúklinga langa leiðir. Ræðir um menntun sjúkraflutningsmanna.
Guðjón Hauksson ræddi um menntun lækna og annara fagstétta. Þurfi að mennta starfsstéttir saman. Þjónustan snýst um skipulag og ferla.
Lilja Stefánsdóttir ræddi um hverst hlutverk væri að fræða og motivera íbúa landsins um hvar best er að leita þjónustu. Hlutverk allra að tala upp heilsugæsluna.
Pétur Heimisson. Oft var rætt um vel upp alið hérað og læknar stýrðu þjónustunni. Það ætti að vera strangt tilvisanakerfi í heilbrigðisþjónustunni. Einnig er sjálfshjálp mikilvæg.
Dagskrá að hætti HSA
Föstudagur 23. Mars
Ný tegund samskipta: Heilbrigðisráðgjöf í síma og Heilsuveran.
Heilbrigðisráðgjöf í síma og vegvísun í íslenska heilbrigðiskerfinu, Gunnlaugur Sigurjónsson læknavaktinni.
Ræddi um skipulag og umfang 1700 símann. Fór yfir þróunina í símsvörun á landinu. Ræddi um fræðslu sem hjúkrunarfræðingar fá árlega vegnasímaþjónustunnar . Gæðaeftirlit er árlega. Símtölum hefur fjölgað um 96% árið 2017 voru simtöl 99.629. Símtöl af landsbyggðinni eru umm 38% Biðtími eftir símtali hefur lengst svolítið. Ósvöruð simtöl eru um 12% ýmsar skýringar á því. 10% símtala eiga er stað á dagvinnutíma en sú símsvörun er á Húsavík og Mývatni. Sjá glærur.
Heilsuveran, staðan og framtíðarsýn Ingi Steinar Ingason Miðstöð rafrænnar sjúkrskráf. EL
Ræddi um gerð síðunnar og uppbyggingu. Mjög mikið af fræðsluefni er inn á síðunni. Ekki hægt að fara inn á mínar síður nema með rafræum skilríkjum vegna öryggis. Hægt að nota heilsuveruna sem örugg samskipti á milli heilbrigðsstarfsmanns og einstaklinga. Notkun á heisluverunni hefur aukist mjög mikið árið 2017. Alls eru um 35.000 notendur. Sjá glærur.
Heilsuveran og 1700 síminn – sjónarhóll heilbrigðissofnunar Örn Ragnarsson framkvædastjóri lækninga HSN
Helstu kvartanir frá skjólstæðingum er langur biðtími eftir að ná sambandi. Læknar á landsbyggðinni eru ánægðir með þjónustuna, minna ónæði á vöktunum. Vaktalaun betri á læknavaktinni heldur en í dreyfbýlinu. Viðhorf heilbriðgisstarfsmanna er að batna varðandi heilsuveruna og notkun er að aukast. Sjá glærur.
Fyrirspurnir og umræður
Guðjón Hauksson. Ræddi um tvöfalda síun til lækna á landsbyggðinni
Gott væri á hafa síun á höfuðborgarsvæðinu en þar myndu skjólstæðingar leita í dýrara úrræði
Er íhaldssemin að drepa okkur: Nýting mannafla og þekkingar í heilbrigðiþjónustunni
Lean sem tæki til breytingastjórnunar Benedikt Olgeirsson framkvæmdastóri þróunar á LSH
Ræddi um hvernig hægt er að vinna að breytingum innan heilbrigðiskerfisins og hvernig það gengur á LSH. Öryggi sjúklinga er höfð að leiðarljósi. Mikil áhersla lögð á fræðslu til starfsmanna og þátttaka þeirra skiptir miklu máli. Sjá glærur.
Breytt verklag og þróun þverfaglegrar teymisvinnu á HH Þórunn Ólafsdóttir framkvæmdatjóri hjúkrunar HH
Ræddi um breytt verklag og þróunn teymsvinnu innan HH. Upphafið var innleiðing fjármögnunarkerfis til HH. Innleiðing teymisvinnu er mislangt komin á heilsugæslustöðvum HH. Fjármögnunarlíkanið hefur áhrif til hins verra á teyimisvinnuna. Traust er mikilvægur þáttur í teymisvinnu. Sjá glærur.
Uppbygging þverfaglegrar þjónustu á dag og göngudeildum aldraðra á Landakoti Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri flæðisviðs LSH
Ræddi um skipulagbreytingar á LSH þegar svið voru sameinuð og gæðaverkefni samhliða því. Þar sem heildstætt mat á ástandi aldraðra við komu á LSH var markmiðið. Ræddi einnig um heimaþjónustu við hruma aldraðra. Sjá glærur.
Gestafyrirlesari í boði HSA
Skarphéðinn Guðmundur Þórisson hjá Náttúrustofu Austurlands.
Hreindýrastofninn á Íslandi hefur verið vaktaður síðan 1978. Skarphéðinn fræddi fundarmenn um hreindýr á Íslandi. Erindið var mjög áhugavert
Fundarslit
Guðný Friðriksdóttir sleit fundi kl. 12.00
Rósa Marinósdóttir ritaði fundargerð.