Landssamband heilbrigðisstofnana
Vorfundur í Stokkhólm 24. – 26. apríl 2023
Þátttakendur voru 48 frá alls 13 stofnunum og einn frá Heilbrigðisráðuneytinu.
Þátttakendur sáu sjálfir um að koma sér á staðinn en að öðru leiti var allur undirbúningur á vegum stjórnar LH. Hópurinn var að týnast til Stokkhólms á sunnudeginum á mismunandi tímum.
Gist var á Hótel Scandic Klara.
Mikil ánægja var með ferðina sem var einstaklega vel heppnuð og fólk fór heim með fullt af nýjum hugmyndum og fróðleik.
Dagskrá ferðar:
Mánudagur 24. apríl
9:00 – 16:00 Heimsókn á Karolinska. Hádegismatur þar. Sjá nánar dagskrá frá karolinska
16:00 – 19:30 Frjáls tími
19:30 Kvöldverður í boði LH á Hótel Scandic Klara
Þriðjudagur 25. apríl
9:00 – 12:00 Heimsókn á Karolinska. Hádegismatur þar.
Val á milli tveggja heimsókna:
14:00 Heimsókn til Björns Zoega forstjóra Karolinska
eða
14:30 – 16:30 Heimsókn á Capio vardcentral Kista heilsugæsluna
16:30 – 19:00 Frjáls tími
19: 00 kvöldverður á Stadhuskalleren í boði LH
Miðvikudagur 26. apríl
Fræðsla í sal á hótelinu.
10:00 – 10:30 Erik Svanfeldt – kynning á sænsku heilbrigðiskerfi
10:30 – 11:10 Lars Kolmodin – Fjárhagskerfi í sænksu heilbrigðiskerfi
11:10 – 11:55 Peter Lindgren, Stofnun um heilsuhagfræði (Institutet för Halso- och sjukvardsekonomi) – Fjármögnun á (rafrænni) heilbrigðisþjónustu
11:55 – 12:15 Fyrirspurninir og spjall
12:15 – 12:45 Hádegismatur á hótelinu í boði LH
12:45 – 13:30 Nils Janlöv og Cecilie Dahlgren, Stofnun um heilbrigðisrannsóknir (Myndigheten för vard och omsorgsanalys): Valfrelsi í heilbrigðisþjónustu, starfræn þróun og samanburður á norrænni þjónustu við aldraða
13:30 – 14:30 Niclas Forsling – Rural healthcare
15:00 Skoðunarferð um miðborg Stokkhólms – Gylfi Ólafsson forstjóri HVest leiðir hópinn
Kvöldmatur á eigin vegum.