Nú fer að styttast í vorfund Landssambands heilbrigðisstofnana sem haldinn verður á Park Inn by Radisson í Keflavík dagana 14. – 15. apríl n.k. Undirbúningur gengur vel og er dagskráin á lokastigum. Dagskráin hefst klukkan 12:00 fimmtudaginn 14. apríl og lýkur fundinum um klukkan 15:00 föstudaginn 15. apríl.
Þema fundarins í ár verður tengt málaflokkum heilsugæslunnar og verður lagt upp með spurninguna „Hvert er framtíðarhlutverk heilsugæslunnar í íslenska heilbrigðiskerfinu?“ Ljóst er að sú áhersla nær til allra stjórnenda í heilbrigðisgeiranum og vænta má spennandi dagskrár. Nánari dagskrá verður send út fljótlega.
Þátttakendur munu gista á Park Inn by Radisson í Keflavík og á öllum herbergjum er baðherbergi, hárþurrka, sjónvarp, frí háhraða nettenging, sími, kaffikanna og ísskápur. Innifalið í verði er gisting og veitingar á meðan á fundi stendur.
Verð: kr. 34.000,- per mann í eins manns herbergi
kr. 28.000,- per mann í tveggja manna herbergi
Vinsamlegast látið Jakobínu Reynisdóttur (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) vita með fjölda þátttakenda af hverri stofnun sem fyrst og eigi síðar en 15. mars n.k. Einnig þarf hver stofnun að hafa samband við Park Inn by Radisson, bóka og greiða hótelgistingu fyrir sína þátttakendur fyrir 15. mars n.k. Síminn þar er 421-5222 og netfangið er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Að vanda sjá heimamenn um óvissuferð eftir að fundi lýkur á fimmtudeginum og svo lofum við frábæru fimmtudagskvöldi ?
Sjáumst hress í Keflavík Bestu kveðjur f.h. LH
Hildigunnur Svavarsdóttir, formaður Landssambands heilbrigðisstofnana