Vorfundur Landssambands heilbrigðisstofnana

Park Inn by Radisson í Keflavík* – Reykjanesbær 14. – 15. apríl 2016.

Fimmtudagur 14. apríl / Fundarstjóri Rósa Marinósdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur HSVe, Borgarnesi.  

12:00 – 13:00 Matur og skráning  
13:00 – 13:05 Setning vorfundar Hildigunnur Svavarsdóttir, formaður LH
13:05 – 13:25 Ávarp frá heilbrigðisráðherra Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra
13:25 – 14:00 Nýtt rekstrarmódel í heilsugæslunni Oddur Steinarsson, framkvæmdastjóri lækninga HH
14:00 – 14:10 TEYGJUHLÉ  
14:10 – 15:10 Hvernig getur teymisvinnan aukið árangur innan heilsugæslunnar?
  • Reynsla HSN af teymisvinnu
  • Teymisvinna innan heilsugæslu á landsbyggðinni
  • Skipulag og þverfagleg teymisvinna í heilsugæslu, á milli stöðva og á milli stofnana
  • Umræður

Elín Arnardóttir, hjúkrunarfræðingur

Rósa Marinósdóttir hjúkrunarfr. / Linda Kristjánsdóttir læknir

Ólöf Árnadóttir hjúkrunarstjóri í Rangárþingi

15:10 – 15:30 KAFFIHLÉ  
15:30 – 16:00 Nauðsynlegar breytingar í heilbrigðiskerfinu Birgir Jakobsson, landlæknir
16:30 – 18:30 Dagskrá að hætti HSS  
19:30 - ? Kvöldverður og gleði J  

 

Föstudagur 15. apríl / Fundarstjóri Lilja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri skurðlækningasviðs LSH

09:00 – 10:00 Fjarheilbrigðisþjónusta
  • Kynning á niðurstöðum nefndar um fjarlækningar
  • Reynsla heilsugæslunnar á Kirkjubæjarklaustri
    • Umræður

Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastj. lækninga, SAk

Auðbjörg B. Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur

10:00 – 10:15 KAFFIHLÉ  
10:15 – 11:30 Heimhjúkrun sem hlekkur í heilsugæsluþjónustu
  • Örerindi frá framkvæmdastjórum hjúkrunar
  • Umræður

 

Framkvæmdastjórar hjúkrunar á HH, HSA, HSN, HSS, HSU, HVEST

 

11:30 – 12:30 Aldraðir og heilsugæslan
  • Stefna í heilbrigðisþjónustu við aldraða
  • Fráflæði aldraðra af sjúkrahúsum
  • Umræður

Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir á LSH

Hilmar Kjartansson, bráðalæknir á LSH

12:30 – 13:15 MATARHLÉ  
13:15 – 13:45 Kompás þekkingarsamfélagið – verkfærakista atvinnulífs Björgvin Filippusson
13:45 – 14:00 Heilsugæslan í nýju umhverfi – sóknarfæri og áskoranir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri HH
14:00 – 14:30 Reykjanes Geopark – uppbygging til framtíðar Þuríður Aradóttir,  forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness

 

 

 

Nú fer að styttast í vorfund Landssambands heilbrigðisstofnana sem haldinn verður á Park Inn by Radisson í Keflavík dagana 14. – 15. apríl n.k. Undirbúningur gengur vel og er dagskráin á lokastigum. Dagskráin hefst klukkan 12:00 fimmtudaginn 14. apríl og lýkur fundinum um klukkan 15:00 föstudaginn 15. apríl.

Þema fundarins í ár verður tengt málaflokkum heilsugæslunnar og verður lagt upp með spurninguna „Hvert er framtíðarhlutverk heilsugæslunnar í íslenska heilbrigðiskerfinu?“ Ljóst er að sú áhersla nær til allra stjórnenda í heilbrigðisgeiranum og vænta má spennandi dagskrár. Nánari dagskrá verður send út fljótlega.

Þátttakendur munu gista á Park Inn by Radisson í Keflavík og á öllum herbergjum er baðherbergi, hárþurrka, sjónvarp, frí háhraða nettenging, sími, kaffikanna og ísskápur. Innifalið í verði er gisting og veitingar á meðan á fundi stendur.

Verð:  kr. 34.000,- per mann í eins manns herbergi

          kr. 28.000,- per mann í tveggja manna herbergi

Vinsamlegast látið Jakobínu Reynisdóttur (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) vita með fjölda þátttakenda af hverri stofnun sem fyrst og eigi síðar en 15. mars n.k. Einnig þarf hver stofnun að hafa samband við Park Inn by Radisson, bóka og greiða hótelgistingu fyrir sína þátttakendur fyrir 15. mars n.k. Síminn þar er 421-5222 og netfangið er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Að vanda sjá heimamenn um óvissuferð eftir að fundi lýkur á fimmtudeginum og svo lofum við frábæru fimmtudagskvöldi ?

Sjáumst hress í Keflavík Bestu kveðjur f.h. LH

Hildigunnur Svavarsdóttir, formaður Landssambands heilbrigðisstofnana