Nú fer að styttast í vorfund Landssambands heilbrigðisstofnana sem haldinn verður á Park Inn by Radisson í Keflavík dagana 14. – 15. apríl n.k. Undirbúningur gengur vel og er dagskráin á lokastigum. Dagskráin hefst klukkan 12:00 fimmtudaginn 14. apríl og lýkur fundinum um klukkan 15:00 föstudaginn 15. apríl.
Þema fundarins í ár verður tengt málaflokkum heilsugæslunnar og verður lagt upp með spurninguna „Hvert er framtíðarhlutverk heilsugæslunnar í íslenska heilbrigðiskerfinu?“ Ljóst er að sú áhersla nær til allra stjórnenda í heilbrigðisgeiranum og vænta má spennandi dagskrár. Nánari dagskrá verður send út fljótlega.
Þátttakendur munu gista á Park Inn by Radisson í Keflavík og á öllum herbergjum er baðherbergi, hárþurrka, sjónvarp, frí háhraða nettenging, sími, kaffikanna og ísskápur. Innifalið í verði er gisting og veitingar á meðan á fundi stendur.
Verð: kr. 34.000,- per mann í eins manns herbergi
kr. 28.000,- per mann í tveggja manna herbergi
Vinsamlegast látið Jakobínu Reynisdóttur (
Sjáumst hress í Keflavík Bestu kveðjur f.h. LH
Hildigunnur Svavarsdóttir, formaður Landssambands heilbrigðisstofnana