FUNDARGERÐ
Stjórnarfundur í Landssambandi Heilbrigðisstofnana, fyrsti fundur nýrrar stjórnar, 17.01.2020 kl. 13:30
Fundurinn var á skrifstofum HH í Álfabakka í Reykjavík en einnig með þátttöku í gegnum síma (sjá að neðan).
Mætt: Guðný Friðriksdóttir (GF), Margrét Grímsdóttir (MG), Pétur Heimisson (PH) er í síma, Jónas Guðmundsson (JG), Fjölnir F. Guðmundsson (FFG), Ásgeir Ásgeirsson (ÁÁ) og Ólafur Baldursson (ÓB) í síma. Anna María Snorradóttir boðaði forföll. Sveinn Magnússon (SM) var með undir dagsrárlið 4.
Með fundarboði höfðu fylgt; samþykktir LH, fundargerð aðalfundar LH 14.11. 2019, fundargerð stjórnar LH 14.11. 2019 og vinnupunktar vegna áætlaðrar Færeyjaferðar.