29.11.2011 10:45

Fundur í stjórn Landssambands heilbrigðisstofnana haldinn á Akureyri 18. nóvember  2011

 

Mættir: Birgir Gunnarsson, Erna Einarsdóttir, Magnús Skúlason, Margrét Guðjónsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Stefán Þórarinsson, Þröstur Óskarsson,

Forföll boðaði Þórunn Ólafsdóttir

 

1.         Ályktun stjórnar Landssambands heilbrigðisstofnana um Reykjavíkurflugvöll og Landspítala
Stefán Þórarinsson lagði fram drög að tillögu um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar m.t.t. Landspítala vegna bráðaþjónustu við landsbyggðina. Umræða
Stjórnarfundur Landssambands heilbrigðisstofnana haldinn á Akureyri 18. nóvember 2011 vekur athygli á mikilvægi nálægðar Reykjavíkurflugvallar við Landspítala vegna sjúkraflugs og bráðaþjónustu við landsbyggðina. Gæta verður þess þegar nýs Landspítali er byggður að þessi nánu tengsl veri ekki rofin. Hverfi Reykjavíkurflugvöllur veldur það mikilli afturför í bráðaþjónustu við þá landsmenn sem þurfa að komast til Landspítala með sjúkraflugi.

2.         Tilnefning í fagráð sjúkraflutninga
Erindi frá velferðarráðuneyti um að tilnefna í fagráð sjúkraflutninga af báðum kynjum. Tilnefnd voru:
Ármann Höskuldsson yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi 
Bára Benediktsdóttir hjúkrunarfræðingur og mannauðsráðgjafi á bráðasviði Landspítala

3.         Aðalfundur Landssambands heilbrigðisstofnana 2011 
Aðalfundur Landssambands heilbrigðisstofnana verður 2. desember n.k. í Reykjavík kl. 13.30. Dagskrá Vel hefst kl. 14.30
Formaður hefur rætt við velferðarráðuneyti um efni frá þeim t.d. um skýrslu Boston Consulting Group - Hvað svo? / sýn ráðuneytisins
Formaður heldur áfram viðræðu um dagskrá við velferðarráðuneyti.
Framkvæmdastjórnir eða/og fulltrúar þeirra hafa seturétt á aðalfundi LH.
 Ákveðið að athuga með Loftleiðir sem fundarstað.
Á aðalfundi skal taka fyrir:
Tillögu að árgjaldi - ákveðið að leggja til óbreytt árgjald
Reikninga félagsins
Stjórnarkjör
      Tillögur um menn í stjórn
      Herdís Klausen hjúkrunarforstjóri, heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks

      Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóri, kvenna- og barnasviðs Landspítala

      Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri heilsugæslu Reykjavíkur, varamaður
                      Ábyrgðarmenn MG og MS

FASTUS bjóða LH upp á kynningu á fyrirtækinu og drykk á eftir. Ákveðið að afþakka gott boð.
       Ábyrgðarmaður BG

Fundarstjóri: Sigríður Snæbjörnsdóttir forstjóri heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
      Ábyrgðarmaður BG

 

4.         Önnur mál

a.       Samskipti við velferðarráðuneyti.        Skortur á frumkvæði að samskiptum frá velferðarráðuneyti, ákveðið að taka saman hvernig hefur gengið.

b.      Rætt um hlutverk Heilbrigðisumdæma.

c.       Rætt um öldrunarþjónustu /hjúkrunarþjónustu og þjónustu í fatlaða geiranum

d.      Rætt um nýja reglugerð fyrir sjúkraflutninga.

e.      Rætt um Virk endurhæfingu.

Fundi slitið kl. 15.45

ee
 

Skrifað af MG
 

11.10.2010 15:27

1.     Fundur stjórnar Landsambands heilbrigðisstofnana - LH

Nýkjörin stjórn LH var boðuð til fundar á Reykjalundi föstudaginn 3. september 2010.

Mættir voru:

Aðalmenn: Birgir Gunnarsson formaður kosinn á stofnfundi, Magnús Skúlason, Margrét Guðjónsdóttir og Stefán Þórarinsson sem skrifaði fundargerð. Forföll boðaði Erna Einarsdóttir.

Varamenn: Þórunn Ólafsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir og Þröstur Óskarsson.

 Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Stjórn skipti með sér verkum:

  • Birgir Gunnarsson formaður.
  • Margrét Guðjónsdóttir varaformaður.
  • Erna Einarsdóttir ritari.
  • Magnús Skúlason gjaldkeri.
  • Stefán Þórarinsson meðstjórnandi  

Umræður um verkefni og verklag:

Það eru mikil átök fyrirsjáanleg vegna minnkandi ríkisúrgjalda til heilbrigðismála. Mikilvægt er við þessar aðstæður að koma á samstarfi á milli samtaka heilbrigðisstofnana og HBR sem nú er að renna saman við FTR og verða að ráðuneyti velferðarmála undir stjórn nýskipaðs ráðherra Guðbjarts Hannessonar.

Stjórnin telur mikilvægt að ná sambandi við ráðuneytið og hinn nýja ráðherra. Samband LS og LHH , sem voru fyrir rennarar LH, við HBR var lítið og stopult og það er vilji stjórnar að koma á reglubundnu sambandi við ráðuneytið og reyna að ná þeirri stöðu að LH verði sjálfsagður samstarfs-og umsagnaraðili  ráðuneytisins því það er til staðar innan sambandsins mikil reynsla og fjölbreytt þekking. 

Fundurinn telur mikilvægt að við endurskoðun Heilbrigðisáætlunar sem nú stendur yfir verði mótuð stefna fyrir heilbrigðisþjónustuna í landinu til næstu fimm ára auk þess sem sett verða lýðheilsumarkmið fyrir þjóðina. 

Formanni er falið að setja sig í samband við ráðuneytið til þess að kynna  sambandið og bjóða fram samvinnu þess. Að þeim fundi loknum er áhugi á því að koma á vinnufundi eða ráðstefnu um þau málefni sem helst brenna á heilbrigðiskerfinu. 

Hjá stjórninni kom fram áhugi á því að halda árlegan vorfund eða fund strax eftir áramótin fyrir aðildarfélög LH til þess að miðla upplýsingum og þekkingu og skapa tengsl milli stofnana, stjórnenda og fagstétta. Þessum fundum þarf að dreifa um landið til þess að ná til sem flestra og auka kynningu á ólíkum aðstæðum og stofnunum innan sambandsins. 

Samþykkt var að boða bæði aðalmenn og varamenn til stjórnarfunda.

Safna þarf netföngum þeirra sem sitja í framkvæmdastjórnum stofnana og senda þeim öllum upplýsingar og fréttir sem til verða innan LH. Frá stofnfundi LH hafa engar nýjar stofnanir sótt um aðild.

Áhugi er á því að skoða hvort heimasíða LHH,123.is, geti orðið heimasíða LH.

Stjórnin samþykkti einnig að öllum gögnum um stofnun og  störf LS og LHH verði komið til Þjóðskjalasafns til varðveislu. 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið.

Skrifað af Margréti Guðjónsdóttur