Fundur stjórnar LH 12.05. 2020, kl. 15:00
Staður; skype
Mætt; Anna María Snorradóttir (AMS), Guðný Friðriksdóttir (GF), Margrét Grímsdóttir (MG), Jónas Guðmundsson (JG) í síma og Pétur Heimisson (PH) sem ritaði fundargerð.
Dagskrá samkvæmt fundarboði GF;
- Aðalfundur í nóv
- Færeyjaferðin
- Tilnefning í fagráð sjúkraflutninga – legg til að sömu aðilar og síðast verði tilnefndir
GF setti fund og stýrði.
- Aðalfundur í nóv
Ákveðið að halda fundinn föstudaginn 13.nóvember. GF mun kanna fleiri mögulega fundarstaði en Nauthól. Þema fræðslu í tengslum við aðalfund ekki ákveðið en rætt um að mögulegt efni gæti verið lærdómur tengdur COVID.
- Færeyjarferðin
Sá möguleiki ræddur að fara til Færeyja vorið 2021. Frekari umræða og ákvarðanataka talin ótímabær fyrr en síðsumars eða í haust. - Tilnefning í fagráð sjúkraflutninga
GF hafði lagt til að sömu tveir aðilar og síðast yrðu tilnefndir og samþykktu fundarmenn það. Viðkomandi aðilar eru; Guðbjörg Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur og sjúkraflutningamaður HSA og Örn Ragnarsson læknir HSN - Önnur mál
Næsti fundur stjórnar áætlaður 7. Sept kl. 15:00
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:45