Fundur stjórnar LH 12. maí 2020

Fundur stjórnar LH 12.05. 2020, kl. 15:00

Staður; skype

Mætt; Anna María Snorradóttir (AMS), Guðný Friðriksdóttir (GF), Margrét Grímsdóttir (MG), Jónas Guðmundsson (JG) í síma og Pétur Heimisson (PH) sem ritaði fundargerð.

Dagskrá samkvæmt fundarboði GF;

  1. Aðalfundur í nóv
  2. Færeyjaferðin
  3. Tilnefning í fagráð sjúkraflutninga – legg til að sömu aðilar og síðast verði tilnefndir

 

GF setti fund og stýrði.

  1. Aðalfundur í nóv

Ákveðið að halda fundinn föstudaginn 13.nóvember. GF mun kanna fleiri mögulega fundarstaði en Nauthól. Þema fræðslu í tengslum við aðalfund ekki ákveðið en rætt um að mögulegt efni gæti verið lærdómur tengdur COVID.

  1. Færeyjarferðin
    Sá möguleiki ræddur að fara til Færeyja vorið 2021. Frekari umræða og ákvarðanataka talin ótímabær fyrr en síðsumars eða í haust.
  2. Tilnefning í fagráð sjúkraflutninga
    GF hafði lagt til að sömu tveir aðilar og síðast yrðu tilnefndir og samþykktu fundarmenn það. Viðkomandi aðilar eru; Guðbjörg Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur og sjúkraflutningamaður HSA og Örn Ragnarsson læknir HSN
  3. Önnur mál
    Næsti fundur stjórnar áætlaður 7. Sept kl. 15:00 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:45

Sækja má fundargerð hér