Fundur stjórnar LH 07.09. 2020, kl. 15:00

Fundur stjórnar LH 07.09. 2020, kl. 15:00

Staður: Teams

Mætt: Guðný Friðriksdóttir (GF), Ásgeir Ásgeirsson (ÁÁ), Margrét Grímsdóttir (MG), Jónas Guðmundsson (JG) og Anna María Snorradóttir (AMS),  sem ritaði fundargerð. Fjölnir Guðmundsson(FG), Pétur Heimisson (PH) og Ólafur Baldursson (ÓB) fjarverandi.

Dagskrá

  • Undirbúningur aðalfundar
  • Málþing í tengslum við aðalfund/efni og fyrirkomulag
  • Önnur mál

GF setti fund og stýrði.

  • Undirbúningur aðalfundar

Rætt um fyrirkomulag fundarins og málþingið. Gerum ráð fyrir að hægt verði að hafa fund en færum hann í fjarfund ef samgöngureglur vegna Covid-19 krefjast þess.

MG verður fundarstjóri á fundinum.

Farið yfir dagskrá aðalfundar sem verður með hefðbundnu sniði.

Lagt er til að árgjald verði óbreytt.

Breytingar verða í stjórn þar sem PH og AMS fara úr stjórn eftir 4ra ára setu. FG og ÁA hafa verið í 2 ár og lagt er til að þeir verði endurkjörnir. GF sendir ósk til Gylfa á HSVE og Díönu á HSU um tilnefningu í stjórn.

GF biður sig fram til formanns eitt ár í viðbót.

ÁÁ talar við skoðunarmenn um áframhaldandi starf.

Lagt verður til að næsti Vorfundur verði haldinn á Vestfjörðum.

  • Málþing í tengslum við aðalfund/efni og fyrirkomulag
    Rætt um fyrirkomulag. 10 mínúta erindi frá 13-14 og aftur eftir kaffi frá 14:30-15:30. Vangaveltur um fyrirkomulag ef málþingið þarf að vera eingöngu í fjarfundi.

 

Hugmyndir um  þemu fyrir málþingið :

 

Stjórnendaupplýsingar

               Upplýsingakerfi, Qlick,

               Hver er staðan í heilsugæslunni, geðheilsuteymin, Þróunarstofa (lífsstílsmóttökur)

Breytingar í rekstri

Hver er staðan – fjármögnunarlíkan, kjarasamningar-stytting vinnuvikunnar, breytingar á rekstri hjúkrunarheimila (færast frá sveitarfélögum til ríkis),

Langtímaáhrif Covid-19

               Áhrif Covid-19 á stofnanir, breytt verklag

               Eftirköst eftir Covid-19 - síþreyta

 

Ákveðið að kasta á milli hugmyndum og spá í fyrirlesara.

 

  • Önnur mál
    Engin

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:45