Fundargerð stjórnar 12.11.2020

FUNDARGERÐ  

Stjórnarfundur í Landsambandi Heilbrigðisstofnana 12.11.2020 kl. 13:30, haldinn á Teams.


Mætt: Guðný Friðriksdóttir (GF), Margrét Grímsdóttir (MG), Pétur Heimisson PH), Jónas Guðmundsson (JG), Fjölnir F. Guðmundsson (FFG),  Ólafur Baldursson (ÓB) og Anna María Snorradóttir (AMS)

Með fundarboði fylgdi svohljóðandi dagskrá;

  • Undirbúningur aðalfundur
  • Vorfundur LH
  • Önnur mál

 

GF setti fund og gengið var til dagskrár skv. fundarboði

  • Undirbúningur aðalfundur
    GF hafði fyrir stjórnarfundinn sent stjórnarfólki drög að skýrslu stjórnar og kallað eftir ábendingum. GF for svo yfir dagská aðalfundarins þar sem MG verður fundarstjóri og fór líka yfir þær breytingar á stjórn sem liggja fyrir, þ.e. að úr stjórn ganga PH og AMS. Dagskrá málþingsins var lítillega rædd , ekki síst mikilvægi þess að tímar stæðust, þar sem hver fyrirlesari hefur einungis 10 mín.

  • Vorfundur LH
    Stjórnin er sammála um að þó Færeyjaferð hafi fallið niður sl. vor vegna Covid-19, þá sé óraunhæft að reikna með að slík ferð verði farin á komandi vori. Í staðinn stefnir stjórn á að vorfundur verði haldinn á Ísafirði og að það verði fremur gert í apríl-maí en í mars. Stjórnin er sammála um að of snemmt sé að leggja drög að dagaskrá vorfundar núna.

  • Önnur mál

Engin önnur mál

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 14:00