Stjórnarfundur Landssambands heilbrigðisstofnana. Haldinn í TEAMS fimmtudaginn 18.febrúar 2021 kl 15:00
Dagskrá:
Mættir á Teams:
Guðný Friðriksdóttir, Ólafur Baldursson, Margrét Grímsdóttir, Jónas Guðmundsson, Baldvina ýr Hafsteinsdóttir og Hildur Elísabet Pétursdóttir sem ritar fundargerð.
Meðfylgjandi er dagskrá fundarins.
Dagskrá
- Fara yfir samþykktir LH og skipulag næsta árs
- Undirbúningur fyrir vorfund
Dagsetning/staður
Málþing
- Önnur mál
- Tilnefning til þátttöku í vinnuhóp hjá EL um lágmarksskráningu samskipta á heilsugæslustöðvum og hjá sérfræðilæknum
- Erindi frá formanni Félags forstöðumann heilbrigðisstofnana (FFH), varðandi það að nýta heimasíðu félagsins.
GF setti fund og gengið var til dagskrár skv. fundarboði.
- Rætt um samþykktir LH.
Farið yfir fundargerðir síðustu funda.
- Undirbúningur fyrir vorfund. Ákveðið að stefna á 29.-30 apríl á Ísafirði. Rætt um möguleika á að halda fundinn vegna Covid. Þurfum að athuga með flug. Fáum tilboð í pakkann frá Hótel Ísafirði.
Þema á vorfundi. Lengra málþing á fimmtudeginum og styttra á föstudeginum. Ýmsar hugmyndir ræddar m.a breyttar forsendur í rekstri Heilbrigðisstofnana, nýtt reiknilíkan heilsugæslunnar, rekstur hjúkrunarheimila, aðkoma sérfræðilækna, jákvæð heilsa (vísað í Austurland) og fleira. Meira rætt um jákvæða heilsu og ýmsar útfærslur á því. Við höldum þessu á lofti og hendum á milli okkar hugmyndum um dagskrá.
- Önnur mál
- LH tilnefndi Elínu Hólm heilbrigðisgagnafræðing HVest og Ölmu Maríu Rögnvaldsdóttur HSS sem sína fulltrúa.
- Beiðni um að nýta heimasíðu LH fyrir FFH – setja tengil þar inn til að FFH geti verið í Evrópusambandi (EAHM). Beiðnin samþykkt. Rætt um aðild LH að EAHM. Heimasíða LH skoðuð sem hefur verið lítið virk undanfarið.
Fundi slitið kl. 15:00