Haldinn í TEAMS þriðjudaginn 7.september kl. 13
Mættir á Teams:
Guðný Friðriksdóttir, Jónas Guðmundsson, Fjölnir Freyr Guðmundsson, Baldvina ýr Hafsteinsdóttir og Hildur Elísabet Pétursdóttir sem ritar fundargerð.
Meðfylgjandi er dagskrá fundarins.
1. Rætt um dagskrá aðalfundar sem verður haldinn 11. nóvember 2021 á Hótel Nordica
a. Hildur verður ritari og Baldvina fundarstjóri
b. Jónas sér um reikningana
c. Við munum leggja til að ásrgjald næsta árs verði óbreytt.
d. Lagabreytingar – Þyrfti að gara í gegnum samþykktir fyrir Landssamband heilbrigðisstofnana (LH) sem eru síðan 2010. Guðný renndi í gegnum þessar samþykktir.
e. Kosningar nýrra stjórnarmanna. Ýmsar hugmyndir settar fram um nýtt fólk inn í stjórn. Guðný ætlar að kanna jarðveginn hjá þeim sem
f. Kosningar skoðunarmann. Hugmyndir ræddar
2. Rætt um málþing sem mun vera eftir aðalfundinn 11.nóv. 2021
a. Aðalfundur áætlaður um hálftími og málþing í kjölfarið.
b. Guðný búin að biðja um tilboð hjá Hótel Nordica fyrir allt að 60 manns. Tilboð í hádegismat, fundarsal og kaffi.
c. Hugmynd um að fólk borði þar saman um kvöldið og er Guðný búin að fá tilboð í það líka. Tveir salir sem koma til greina.
d. Munum biðla til fólks að taka hraðpróf áður en þeir koma.
e. Rætt um efni á málþingi, notum eitthvað af því sem áætlað var á vorfundi. Spurning um að hafa pallborð í lokin.
Guðný ætlar að senda okkur drögin af þessu og við heyrumst eitthvað þegar nær dregur.
Hugmyndir og umræða um að Færeyjaferð verði opnuð aftur.