Stjórnarfundur Landssambands heilbrigðisstofnana 26.10.2021

Haldinn í TEAMS þriðjudaginn 26. október 2021 kl. 14

Mættir á Teams:

Guðný Friðriksdóttir, Jónas Guðmundsson, Fjölnir Freyr Guðmundsson, Baldvina ýr Hafsteinsdóttir, Margrét G, Ólafur Baldursson og Hildur Elísabet Pétursdóttir sem ritar fundargerð.

Dagskrá:

  1. Undirbúningur aðalfundar
  2. Undirbúningur málþings
  3. Vorfundur
  4. Önnur mál
  1. Rætt um dagskrá aðalfundar sem verður haldinn 11. nóvember 2021 á Hótel Nordica

Dagskráin á aðalfundi verður eftirfarandi, rætt var um hvern lið fyrir sig. 

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara
    • Stungið verður upp á Baldvinu sem fundarstjóra og Hildi sem ritara.
  • Skýrsla formanns og stjórnar
  • Reikningar sambandsins lagðir fram til afgreiðslu.
    • Stöndum ágætlega, þar sem lítið hefur verið um starfsemi síðastliðinn tvö ár. Spurning hvort sambandið gæti styrkt á einhvern hátt rannsóknir eða umbótaverkefni sem legði áherslu á samvinnu þessara stofnanna á einhvern hátt. Lagt til að ræða þessar hugmyndir á aðalfundi
  • Tillaga um árgjald næsta starfsár
    • Ákveðið að leggja til óbreytt árgjöld.
  • Fjárhagsáætlun næsta starfsár
  • Lagabreytingar
    • Engar tillögur bárust
    • Guðný ræddi mikilvægi þess að yfirfara samþykktir LH, hafa verið óbreyttar frá upphafi
    • Rætt um hvort við ættum að koma með einhverjar lagabreytingar fyrir aðalfund. Erum oðin ansi knöpp á tíma núna. Hugmynd rædd um að einhverjir úr stjórn taki verkið að sér. Ákveðið að ný stjórn taki málið áfram.

Kosnings formanns (til eins árs)

  • Kosning formanns (til eins árs)
    • Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir HSU hefur ákveðið að gefa kost á sér. Guðný Friðriksdóttir HSN hættir eftir 4 ár
  • Kosning annarra stjórnarmanna og varamanna ( til tveggja ára)

Jónas Guðmundsson HH – hættir eftir 4 ár í stjórn

Margrét Grímsdóttir NLFÍ – hættir eftir 4 ár í stjórn

Ólafur Baldursson LSH (verið 2 ár í stjórn) – endurkjör 2 ár

Fjölnir Freyr Guðmundsson – HSS (verið 3 ár í stjórn) Verður aðalmaður

Hildur Elísabet Pétursdóttir HVEST (verið 1 ár í stjórn)

Nýir sem munu bjóða sig fram í stjórn eru:

Þórhalldur Harðarson HSN – aðalmaður

Nína Gunnarstóttir HSA – varamaður

Guðbjörg Gunnarsdóttir Reykjalundi – varamaður

  • Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara (til eins árs).
    • Jónas er tilbúinn til að vera varamaður og ætlar að ræða við Helga Kristjánsson og Guðmund Magnússon.
  • Önnur mál
    • Ætlum að leggja til að vorfundur verði haldinn í Færeyjum. Önnur tilraun. Spurning hvort við þurfum að fá samþykkt aðalfundar til að ákveða þetta. Fjölnir mun heyra í Sigurði, fyrrum skrifstofustjóra hjá ráðuneytinu sem var búinn að samþykkja að lóðsa okkur um Færeyjar þegar við ætluðum síðast.
    • Rætt um kvöldmat eftir aðalfund og málþing. Það er reynslan hingað til að illa hefur verið mætt á viðburði sem hafa verið skipulagðir í kjölfar aðalfunda. Því var ákveðið að reyna það ekki núna.
  1. Málþingið.

Ólafur og Hildur skipta með sér fundarstjórn á málþingi.

  1. Sjá umræður undir önnur mál á aðalfundi.
  2. Önnur mál
    1. Þóknun fyrir ritarastörf. Þóknun fyrir ritarastörf sem aðstoðar formann hefur verið 30 þúsund krónur á ári hingað til. Lagt til að hækka það upp í 50 þúsund. Samþykkt.
    2. Heimasíðan. Erum ekki nægilega ánægð með heimasíðuna og aðgang okkar að henni. Hildur mun heyra í Kristjáni og athuga stöðuna.

Fundi slitið kl 14:40