Til fulltrúa í framkvæmdastjórnum stofnana innan LH
Stjórn Landssambands heilbrigðisstofnana hélt sinn fyrsta fund í byrjun september. Á þeim fundi var einkum rætt um þá erfiðleika sem við blasa sökum niðurskurðar í ríkisbúskapnum sem koma til með að hafa afdrífarík áhrif á heilbrigðisþjónustu í landinu. Stjórnin var sammála um að það væri forgangsverkefni að bæta samskipti og samráð milli heilbrigðisstofnana og Heilbrigðisráðuneytis en því hefur verið ábótavant um árabil. Kom það berlega í ljós í kjölfar birtingu fjárlagafrumvarpsins sem virðist hafa komið forstöðumönnum sem og öðrum á óvart.