Stjórnarfundur 18. september 2023

Stjórnarfundur Landssambands heilbrigðisstofnana

Haldinn í TEAMS mánudaginn 18. sept 2023 kl. 15:00

Mættir í Teams Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir formaður HSU, Helga Hauksdóttir HSS, Guðný Valgeirsdóttir LSH, Guðbjörg Gunnarsdóttir Reykjalaundi, Nína Hrönn Gunnarsdóttir HSA og Hildur Elísabet Pétursdóttir HVest sem ritar fundargerð.

  1. Dagskrá – Aðalfundur 9. nóv 2023 á Nauthól.
  • Samþykktir LH

Samþykktir LH skoðaðar og ætlum við að lesa þau vel yfir fyrir næsta fund. Svo virðist vera að ekki sé samhljómur í heilbriðgislögum og samþykktum sambandins. Þurfum að skoða þær sérstaklega í sambandi við nýjar umsóknir aðildarfélaga. Eins og lög sambandsins eru núna hafa allar heilsbrigðisstofnanir landsins möguleika á að sækja um aðild.

Þurfum að skoða vel hvernig við viljum sjá þetta í framtíðinni, hvert markmið svona félaga sé, hvort við ættum að takmarka aðgengi og þá hvernig.

Stofnanirnar sem að þessu standa verða að hafa sameiginleg markmið og tilgangurinn verður að vera skýr.

Nína heldur að einhverjar lagabreytingar hafi verið gerðar í gegnum tíðina en við verðum að fá það á hreint. Hildur skoðar vefsíðu LH til þess kanna það.

  1. Kosning stjórnar á aðalfundi.
  • Rætt um mögulegan formann og hverjir ætla að halda áfram í stjórn. Kjósa á um Nínu, Baldvinu, Guðbjörgu og Þórhall.
  • Spurning um að breyta og kjósa formann til 2ja ára, ekki eins árs eins og hefur verið.
  1. Veltum fyrir okkur staðsetningu á vorfundi. þarf að kynna það á aðalfundi og undirbúa þá stofnun sem mun halda vorfund.