Stjórnarfundur Landssambands heilbrigðisstofnana
Haldinn í TEAMS fimmtudaginn 2. október 2023 kl. 15
Mættir í Teams Helga Hauksdóttir HSS, Þórhallur Harðarson HSN, Guðný Valgeirsdóttir LSH, Ásgeir Ásgeirsson HVE og Hildur Elísabet Pétursdóttir HVest sem ritar fundargerð.
Dagskrá:
- Umsókn um aðild að LH
Stjórn ræðir kosti og galla þess að opna og stækka félagið fyrir þeim félögum sem hafa sótt um aðild. Ákveðið að senda erindi á stjórnir allra heilbrigðisstofnana og biðja þær um að ræða þetta innan sinna raða. Helga ætlar að útbúa erindi á okkur í stjórn til að lesa yfir sem við sendum svo á framkvæmdastjórnir til umræðu
- Samþykktir LH
Helga fór yfir þær lagagreinar sem eru í samþykktum LH varðandi hvaða aðilar hafa aðgang að LH og eru þessar grein eru ekki lengur í lögum. Við þurfum þá að breyta samþykktum/lögum LH og vitna í réttar greinar í lögum nr. 40/ 2007.
- Umræðuefni á málþingi á aðalfundi
- Fjarheilbrigðislausnir í raun. Fá niðurstöður vinnuhóps HH – Skýrslan kom í júní. Þórhallur ætlar að heyra í Margréti Víkings og forvitnast um þessa skýrslu.
- Greining á styttingu vinnutíma. Fá Kjara og mannauðs til að kynna niðurstöður.
Hverju hefur hún skilað? Hafa veikindi/ fjarvistir minnkað í kjölfarið? Hvernig er yfirvinnan?
Hverjar eru helstu niðurstöður úr úttektinni sem var gerð 1 og 2 árum eftir innleiðingu. Kostir og gallar.
- Fjármögnunarlíkan – Þórhallur heyrir í Arnari. Hvernig verður þróunin. Hver velur gæðaviðmið og út frá hverju?
- Hver er framtíð vottorð. Fjarvistir frá skóla og vinnu