Stjórnarfundur Landssambands heilbrigðisstofnana
Haldinn í TEAMS þriðjudaginn 21. mars 2023 kl. 15
Mættir í Teams Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir formaður HSU, Helga Hauksdóttir HSS, Guðbjörg Gunnarsdóttir Reykjalundi, Þórhallur Harðarson HSN, Nína Hrönn Gunnarsdóttir HSA og Hildur Elísabet Pétursdóttir HVest sem ritar fundargerð.
Dagskrá
1. Vorfundur í Stokkhólmi 23. – 27.apríl 2023
• Dagskráin komin á hreint. Orðin flott dagskrá.
• Notum Uber bíla til ferðalaga á milli
• Verðum að taka salinn á hótelinu. Helga ætlar að athuga með afslátt á salnum.
• Rætt um hvort við ættum að hafa skemmtiatriði, Helga ætlar að kanna hvort hægt sé að hafa skemmtiatriði í salnum á hótelinu.