Stjórnarfundur 12. apríl 2023

Stjórnarfundur Landssambands heilbrigðisstofnana

Haldinn í TEAMS miðvikudaginn 12. apríl 2023 kl. 14:30

Mættir í Teams Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir formaður HSU, Helga Hauksdóttir HSS, Guðbjörg Gunnarsdóttir Reykjalundi, Þórhallur Harðarson HSN, Guðný Valgeirsdóttir LSH og Hildur Elísabet Pétursdóttir HVest sem ritar fundargerð. Nína Hrönn Gunnarsdóttir HSA boðar forföll.

Dagskrá
1. Vorfundur í Stokkhólmi 23. – 27.apríl 2023

• Dagskráin aðeins í uppnámi vegna breyttrar tímasetningar á forstjóra Karólínska.
• Færum aðeins til í dagskrá og fínpússum.
• Búin að fá vilyrði fyrir heimsókn á heilsugæslu.
• Þurfum að skipta upp hópnum, hluti fer á heilsugæslu og hluti hittir forstjóra Karólínska.
• Hildur búin að bóka Birki Blæ tónlistarmann sem skemmtikraft á hótelið
• Helga er í sambandi við Hótelið, nokkrir verið að hafa samband og breyta bókunum.