Fundur stjórn LSHS 11.01 2019. LSH skrifstofa hjá Lilju/símafundur
Mættir: Anna María Snorradóttir, Fjölnir Freyr Guðmundsson í síma, Guðný Friðriksdóttir, Jónas Guðmundsson, Lilja Stefánsdóttir, Margrét Grímsdóttir, Ásgeir Ásgeirsson í Skype, Pétur Heimisson fjarverandi
Fundarritari Margrét Grímsdóttir
Dagskrá:
- Ný stjórn, skipting verkefna og skipulag starfsemi stjórnar.
Samþykktir sambandsins skoðaðar, farið yfir verkefni stjórnar og verkaskiptingu.
Lilja Stefánsdóttir er áfram varaformaður, Jónas Guðmundsson verður gjaldkeri, Margrét Grímsdóttir ritari. Pétur Heimisson meðstjórnandi. Anna María Snorradóttir, Ásgeir Ásgeirsson og Fjölnir Freyr Guðmundsson eru varamenn. Gert er ráð fyrir að varamenn taki að fullum krafti þátt í starfi stjórnar. Breytingartilkynning vegna nýrrar stjórnar send á RSK.
- Vorfundurinn á Húsavík
Farið yfir hugmyndir að þema að málþingi fyrir vorfundinn, fyrirlestra og skiptingu verkefna.
- Stefna um viðveru í stað fjarvista?
- Heilsuefling stafsmanna?
- “Tæknigapið”, tæknilausnir
- Starfsumhverfi: Andlegt ástand, kulnun, hvernig erum við að bregðast við í heilbrigðiskerfinu með okkar starfsfólk. Örmögnun of algeng hjá heilbrigðisstarfsfólki. Mannauður í heilbrigðisþjónustu. Stjórnendur og hlutverk þeirra.
- Samstarf v/kjarasamninga, samtal
- Mörk heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu, hvar skarast samvinnan og hvar eru mörkin?
- Öldrun: Sérþekking í öldrun skilar sér að mjög litlu leyti út fyrir höfuðborgarsvæðið. Hjúkrunarheimili út um allt land ásamt því að eldra fólk býr eitt, en lítið um sérþekkingu í öldrun á landsbyggðinni. Notkun tækni í þjónustu við aldraða. Notkun fjarfundabúnaðar í þjónustu við aldraða þar sem sérfræðingar á höfðuborgarsvæðinu (td LSH) geta stutt við heilbrigðisstarfsfólk á landsbyggðinni, td iðjuþjálfar, hjúkrunarfræðingar, læknar ofl
- F-in 3
- Önnur mál
- Samþykkt að bjóða Sjúkrahúsinu Vogi að vera aðildarfélagi að LSHS.
- Persónuverndarlöggjöf og samstarf/samráð við Samtök fyrirtækja í Velferðarþjónustu og LSH
- Beiðni/fyrirspurn kom frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu til LSHS um að koma á samvinnu/samsstarfi á milli þjónustuveitenda í heilbrigðis- og velferðarþjónustu á sviði persónuverndarmála. Stjórn LSHS telur það ekki sitt hlutverk að samþykkja eða halda utan um slíkt samstarf en kemur beiðninni áfram til forstjóra innan LH
- Samþykkt að forstjóra SÍ eða fulltrúa hans verði boðið á fundinn
- Fundarboð verði sent á Velferðarráðuneytið (heilbrigðis og félagsmála) og Embætti landlæknis
- Samþykkt að bjóða formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, Aldísi Hafsteinsdóttur á fundinn
- Málþing um jafnlaunavottun á LSH þann 1. feb. NHS var með kerfi sem var innleitt og er verið að horfa til. LSH hefur ráðið fulltrúa í þetta starf
Fleiri mál ekki rædd.
Fundi slitið 14:25