Stjórnarfundur LH 21. mars 2019

Stjórnarfundur LSHS 21.mars 2019, Húsavík

Mætt: Anna María Snorradóttir, Fjölnir Freyr Guðmundsson, Guðný Friðriksdóttir, Jónas Guðmundsson, Lilja Stefánsdóttir, Margrét Grímsdóttir, Pétur Heimisson.  Ásgeir Ásgeirsson fjarverandi

Fundarritari Margrét Grímsdóttir

  1. Vorfundur 21.-22.mars 2019 á Húsavík – skipulag

Farið yfir skipulag vorfundar.

Elsa B. Friðfinnsdóttir forfallaðist en Guðlaug Einarsdóttir verður í staðin með ávarp frá ráðuneytinu tengt öldrunarmálunum.  Annað óbreytt í dagskrá.

Pallborðsumræður ákveðnar í lok erinda fyrri dags: Ásta Bjarnadóttir, Margrét Grímsdóttir, Ólafur Þór Ævarsson, Valgerður Rúnarsdóttir, Vigdís Jónsdóttir.

Dagskrá byrjar 12:30

Annars allt klárt.

  1. Aðalfundur LSHS í haust:

Dagsetning 14.nóv. 2019

Umræða frá stjórnarmönnum að hafa annað en karfa í matinn.

Hugmyndir að umræðuefni málþings: Hvað verður efst á baugi í haust? Kjaramál, verkföll? Hver er staða starfseminnar, eigum við að horfa á starfsemina frá vinnuaflsfræðum eða fagvitund. Vantar 120 stg á LSH. Mönnun út frá öryggismálum? Erlent vinnuafl, hvernig stöndum við að því – þarf betra utanumhald. Ákveðið að taka stöðuna aftur í haust og ákveða þema á málþingi aðalfundar þá.

  1. Heimasíðan

Guðný hafði samband við Dagsverk sem sér um heimasíðu LSHS. Guðný sýndi nýtt viðmót heimasíðunnar sem komið er frá Kristjáni í Dagsverki. Kostnaður við gerð nýrrar heimsíðu er 500þ -1 m. ef stjórnin vill fara með það annað. Ákveðið að halda áfram að skipta við Dagsverk við að uppfæra síðuna.

  1. Önnur mál

LSHS barst boð um að sitja í stjórn hóps um Lyfjaauðkenni. Því boði er hafnað, þar sem það var ekki talið í samræmi við hlutverk sambandsins.

Næsti stjórnarfundur í byrjun september. Dagsetning og dagskrá síðar.

 

Fundi slitið.