20. fundur stjórnar 16.04.2018

Mættir á fund: Guðný Friðriksdóttir, Jónas Guðmundsson, Elís Reynarsson. Í síma voru mættar Lilja Stefánsdóttir, Anna María Snorradóttir og Rósa Marinósdóttir. Pétur Heimisson og Margrét Grímsdóttir ekki mætt.

Dagskrá:

  1. 1.Aðalfundur og málþing.

Dagsetning ákveðin 16. nóvember 2018, kl. 11-16. Lilja athugar strax í dag hvort þessi dagsetning rekst á við fundi í Fíh. Dagskrá: Kl. 11. Aðalfundur. Kl.12. Matur. Kl. 13. Málþing. Fundarstaður: Nauthóll eða Grand, Guðný pantar. Lilja athugar hvort þessi dagsetning rekist á við fundi í Fíh. Ýmsar hugmyndir að þema málþingsins. Niðurstaða að taka stöðuna í rafrænum sjúkraskrárkerfum. Kanna hvaða kerfi er verið að nota, sjúkraskráning, gæðaskráingarkerfi, Gæðahandbók, atvikaskráningakerfi, ofl. Guðný og Lilja henda inn hugmyndum varðandi efni/fyrirlesara.

  1. 2.Næsti vorfundur.

Verður haldinn á Húsavík dagana 21. og 22. mars 2019. Rætt um þema fundarins og fundarmenn sammála um að kominn sé tími á að ræða málefni aldraðra í stóru samhengi, stefnu í málefnum aldraðra, framtíðarhorfur, hjúkrunarrými, heimahjúkrun ofl. Einnig áhugi á málum er tengjast stýringu í heilbrigðiskerfinu, s.s. Heilsuvera, 1700 síminn, upplýsingar frá Danmörku um jákvæða stýringu sem fækkaði mjög komum á bmt (Guðlaug Rakel). Geðheilbrigðisþjónusta.

  1. 3. Starfsreglur og heimasíða.

Byrjað að fara yfir samþykktir LH, hlutverk og tilgang. Lagt til að stjórnarmenn lesi yfir fyrir næsta fund og sendi formanni athugasemdir. Þarf að ljúka fyrir boðun aðalfundar ef gera þarf breytingar.

Heimasíða er ekki að virka nógu vel. Er alls ekki virkur vettvangur núna. Þarf að fá aðstoð tæknimanna til að setja inn efni á síðuna. Elís verður í sambandi við Pétur Magnússon en hann var í samskiptum við tölvufyrirtækið sem setti upp síðuna og hýsir hana.

  1. 4.Erindi frá Lyfjaauðkenni.

Lyfjaauðkenni hafa óskað eftir að fá að kynna samtökin og reglugerð er varðar lyfjamerkingar. Samþykkt að bjóða þeim að koma með kynningu á málþingið í nóvember n.k.

  1. 5.Önnur mál.

Rætt um að Elís Reynarsson og Rósa Marinósdóttir eigi að ganga úr stjórn á aðalfundi, rætt um hvernig skipting á fulltrúum er milli stofnana. Huga þarf að vænlegum fulltrúum í stjórn.

Ekki fleira rætt og fundi slitið kl. 17.30

Anna María Snorradóttir ritaði fundargerð að hluta. Rósa Marinósdóttir ritaði önnur mál.