Fundargerð stjórnarfundur hjá Landssambandi heilbrigðisstofnana 4. sept. 2018

Haldinn á LSH, viðstaddir; Guðný Friðriksdóttir, Elís Reynarsson, Jónas Guðmundsson, Margrét Grímsdóttir. Aðrir boða forföll.

  1. Aðalfundur LH. Búið að boða fundinn þann 16. nóvember nk.

Fyrirkomulag fundarins verður eftirfarandi.

  • Aðalfundur 11:00-12:00
  • Hádegismatur 12:00-13:00  
  • Málþing 13:00-16:00

Umræður um dagskrá og fyrirkomulag.

Dagskrá aðalfundar.

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara . LS fundarstjóri á aðalfundi.  

2. Skýrsla formanns og stjórnar –  GF sendir á stjórnarmenn til yfirlestar og ábendinga.

3. Reikningar sambandsins lagðir fram til afgreiðslu – ER sendir á stjórnarmenn til upplýsinga.

4. Tillaga um árgjald næsta árs.   Mun senda hóflega tillögu á stjórnarmenn til skoðunar.

5. Fjárhagsáætlun næsta starfsárs. ER Sendir.

6. Lagabreytingar . Guðný sendir lögin/ samþykktir LH á stjórnarmenn. Spurning hvort þurfi að gera einhverjar breytingar.   Rannsóknir ?? heiti lög/ samþykktir og bráðabirgðaákvæði.  Stafsetning.

7. Kosning formanns (til eins árs). Guðný býður sig áfram fram.

8. Kosning annarra stjórnarmanna og varamanna (til tveggja ára)

Rósa Marinósdóttir og Elís Reynarsson hafa verið tvö tímbabil og ganga úr stjórn á næsta aðalfundi. Guðný leggur til að Jónas Guðmundsson verði aðalmaður og að Ásgeir Ásgeirsson frá HVE komi inn í stjórn sem varamaður. Guðný leggur einnig til að Pétur Heimisson verði aðalmaður og að Fjölnir Guðmundsson frá HSS komi inn sem varamaðurl. Guðný kannar afstöðu manna . Annað er óbreytt. Umræður um samsetningu stjórnar þ.m.t. hvort mannauðsstjóri eigi að koma inn í stjórn. Ólíkt fyrirkomulag á milli heilbrigðsstofnana hvort þeir aðilar sitji í stjórn eða ekki.

9. Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara (til eins árs).

Skoðunarmenn. Elís leggur til sömu aðila og hafa verið. Þeir eru Helgi Kristjónsson og Guðmundur Magnússon aðalmenn og varamaður Björn Steinar Pálmason.

10. Önnur mál.

  • Ráðstöfun á sjóði samtakanna. Ýmsar hugmyndir ræddar s.s. að lækka árgjald, sleppa árgjaldi, veita fé til rannsókna, halda vorfund 2020 í Færeyjum á 10 ára afmæli samtakanna.
  • Umræður um heimasíðuna. Þörf á að uppfæra heimasíðuna.   Guðný og Elís skoða.
  1. Málþing  

Farið var yfir ýmsar tillögur að efni eins og sérfræðiþjónustu, fjarheilbrigðisþjónustu, miðlæg kerfi, jafnlaunavottun, persónuverndarlög, skipulag og veiting heilbriðsþjónustu á Íslandi og sköpuðst góðar umræður um efnistök.

Ákveðið að kalla eftir sýn og áherslum ráðherra , landlæknis, nýs forstjóra SÍ og nýs forstöðumanns þróunnarstofu heilsugæslunnar. Guðný og Lilja ramma inn áherslur og kalla eftir tilteknum þáttum.

  • Sýn ráðherra - stefnumótun VEL í heilbrigðisþjónustu-
  • Sýn landlæknis – gæði , öryggi , samræming
  • Sýn nýs forstöðumanns Sí
  • Sýn nýs forstöðumanns þróunnarstofu heilsugæslunnar

Hver um sig fengi 20 mín í framsögn og í kjölfar yrði pallborð þar sem við bættust þeir Páll Magnússon Pétur Magnússon og Bjarni Jónasson.

Rætt um að hafa símafund síðar í haust.

Fundi slitið / lilja stefansdottir.