Fundir ráðuneytis með framkvæmdastjórnum heilbrigðisstofnana
Starfsmenn heilbrigðisráðuneytis hafa lokið við að funda með framkvæmdastjórnum heilbrigðisstofnana í landinu um fyrirætlaðan niðurskurð á næsta ári. Ekki er ljóst hvort og þá hvernig fjármálafrumvarpið tekur breytingum í umræðum á alþingi en það fer að líða að ákvarðanatöku. Stjórn LH mun bíða með frekari fundarhöld þar til skýrari línur verða lagðar. Áfram verður unnið að bættum samskiptum við ráðuneytið og kannaðir möguleikar á sameiginlegum vinnufundi LH og HBR.