Heilbrigðisráðuneyti hefur óskað eftir tilnefningu Landssambands heilbrigðisstofnana í tengslahóp vegna undirbúnings velferðarráðuneytis. Í bréfi frá Heilbrigðisráðuneytinu segir m.a. "Til þess að tryggja að unnið verði að sameiningunni á samræmdan hátt er meðal annars lagt til að settir verði á fót tengslahópar vegna nýrra ráðuneyta. Í hópnum skulu eiga sæti fulltrúar þingflokka, formenn FSS, FHSS, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og aðrir hagsmunaaðilar eftir ákvörðun verkefnisstjórna. Hlutverk tengslahópsins er að vera vettvangur fyrir upplýsingar og farvegur til þess að koma sjónarmiðum á framfæri. Hópurinn mun hittast eftir þörfum".
Stjórn LH hefur tilnefnt Margréti Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra HAK, sem sinn fulltrúa í tengslahóp. Áformað er að fyrsti fundur ráðuneytis með hópnum verði þriðjudaginn 23. nóvember.