Skipulag og veiting heilbrigðisþjónustu á Íslandi framtíðarsýn
Dagskrá:
Guðný Friðriksdóttir setti málþingið og bauð gesti velkomna.
Fundarstjóri Margrét Grímsdóttir
- 1.Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ræddi um mikilvægi þess að vega og meta hvar við erum stödd til að geta horft fram á veginn. Nefndi hún nokkra punkta. Íslensk heilbrigðisþjónunsta stenst samanburð. Höfum í höndunum skýrslur sem greina frá stöðu heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ræddi um heildarskipulag á þjónustunni. Er þjónustann veitt á réttum stöðum og á réttu þjónustustigi. Starfsaðstaða heilbrigðisþjónustunnar eru ekki alls staðar fullnægandi. Mönnun heilbrigðisþjónustunnar er áhyggjuefni vegna breyttra aðstæðna. Erum í miðju verkefni að skapa heilbrigðisstefun til 2030. Hvað þarf að gera til að koma íslensku heilbrigðiskerfi á þann stað sem við viljum hafa það. Kerfið er flókið. Beita alþjóða viðmiðum til að meta stig þjónustunnar. Fór í gegn um helstu hluta heilbrigðisstefnunnar. Hvar liggur ábyrgðin á framkvæmd hennar. Hvert er hlutverk hvers og eins. Hvernig aukum við þátttöku notenda þjónustunnar. Hvernig kaupir ríkið þjónustuna. Who segir að kostanaður þátttakenda eigi ekki að fara yfir 15% af kostnaði nú er kostnaður neytenda um 17.5 % . Hvaða kröfur og mælikvarðar eru um gæði þjónustunnar. Áskorun í að mennta fleiri einstaklinga fyrir heilbrigðisþjonustuna og að halda þeim í starfi. Vilji til að bæta aðstöðuna á landinu. Þurfum að efla vísinda og rannsóknarstarf. Standa vörð um það sem virkar vel í þjónustunni í dag. Stefnt að því að halda heilbrigðisþing á hverju ári. Að lokum þá viljum við að íslenskt heilbrigðisþjónsta standist samanburð á alþjóða vísu
- 2.Alma D Möller landlæknir
Ræddi um að við viljum halda heilbrigðisþjónustunni sem bestri.
Fór yfir áskoranir í heilbrigðisþjónustunni. Aukin eftirspurn, umkverfið sýklalyfjaónæmi. Áskoranir krefjast breytinga. Hvað þarf að gera. Nýta heilbrigðiskerfið á réttan hátt. Rétt þjónustustig. Aukin teymisvinna. Heilsueflandi móttökur. Sérhæfðar göngudeildir. Passa sóun í kerfinu hvorki oflækningar né vanlækningar. Rafræn sjúkraskrá. Verið að vinna í sameiginlegir rannsóknargátt fyrir allt landið. Ræddi um skilgreinigar á heilsu. Innleiða hraðar gagnreynda þekkingu. Skynsamleg forgangsröðun. Efla mönnun. Nýsköpun og nýjungar.
Gæðaþróun. Heilbrigðisþjónustan sé örugg, rétt veitt o.fl. Efla þarf gæðavitund og mæla árangur. Nota gæðavísa. Verið að vinna að gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu til 2030. Spurning hvort stofnanir vilji námskeið í gæðum og umbótastarfi. Verið að vinna að samræmdri atvikaskráningu, einnig þjónusturannsóknir. Eftirlit er mikilvægur hluti af störfum EL. Eftirlitið þarf að efla. Auka upplýsingar um heilsufar og heilbrigðisþjónustu. Mjög mikilvælt að efla rafræna sjúkraskrá og Heilsuveru.
Einnig ræddi Alma um breytt lög um brottnám líffæra 1. Jan 2019 Haldnir verða fundir út um allt land til að kynna breytinguna.
Einnig benti hún á að allir kynntu sér heimsmarkmið Sameinuðuþjóðanna.
- 3.María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.
Lög um SÍ eru óvenjulega vel skilgreind. Ræddi um verkefni Sjúkratrygginga. Ræddi um mannfjöldaþróun á Ísalndi. Eftirstríðsárakynslóðin á Íslandi er hlutfallslega fjölmennust hér í Evrópu.
Flestir aldraðir sem leggjast inn á sjúkrahús fara flestir heim. 9 af hverjum 10 sem komnir eru yfir 70 eru komnir með langvinnan sjúkdóm. Kostnaður heilbrigðiskefisins er 14 faldur þegar einstaklingar eru með fimm langvinna sjúkdóma. Huga þarf að þjónustu við innflutta íslendinga. Ræddi um lýðheilsuvísa. Allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu. Allir landsmenn eigi jafnan aðgang að þjónustu. Þurfum að beina athyglinni að virði þjónustunnar ekki að magni þjónustunnar. Forgangsröðun- hámörkun virðis, Hvaða þjónustu á að veita/niðurgreiða.
Sjúkratryggingar Íslands – sýn
Tryggja framboð á heilbrigðisþj. Samkv. Lögum og stefnu yfirvalda.
Innkaup og samningar
Þjónusta veitt á viðeigandi þjónustustigi. Heilsugæslan fyrsti viðkomustaður
SÍ starfar náið með EL.
- 4.Jón Steinar Jónsson yfirlæknir Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugælslu
Hugmynd úr grasrót. Var áður Þróunarsvið HH úr varð Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar á landsvísu.
Landsbyggðarhlutverkið er tryggt.
Faglegt samráð. Horft er til almennings- fræðsla- sjálfshjálp- nýta biðstofur og heilsuvera.
Horfa á fagfólk – þróun- Nemar-Vel/ EL
Áskoranir í heilbrigðisþjónustu/heilsugæslu. Hvar vorum við í gær, í dag , á morgun. Nokkur stór atriði voru t.d mæðra og ungbarnaeftirlit. Reykingafaraldur var mjög stórt verkefni. Háþrýstinugr og heilablóðföll, krabbameinsskimanir, kransæðasjúkdómar.
Áskoranir í dag og morgun. Langvinnir sjúkdómar, Einstaklingar með marga langvinna sjúkdóma/aldraðir, fjöllyfjameðferð, Sjúkdómar tengdir lífsháttum, Þróun sýklalyfjaónæmis. Eftirspurn eftir þjónustu.
Nefndi hann nokkra þætti sem heilsugælsan er að vinna að en má leggja meiri áherslu á. Viðfangsefnin í dag og morgun.
Víglínur rafrettur, sykur
Aðalógn í heilsugæslunni er ónóg mönnun.
Kaffihlé.
Pallborð.
Birgir Jakobsson Velferðarráðuneyti. Alma D Möller landlæknir, María Heimisdóttir SÍ, Jón Steinar Jónsson yfirlæknir, Bjarni Jónsson forstjóri SAK, Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Páll Matthíasson forstjóri LSH.
Hver fékk nokkrar mínútur til að virða skoðun sína.
Bjarni byrjaði, horfum meira á framtíðina, áskoranir eru miklar vorum meira í að bregðast við dag frá degi.
Alma. Þekkjum nústöðuna vel en þurfum að skilgreina verkin og skipta þeim með okkur, skilgeina þarfir, þróa greiðslukerfi. Góð þjónusta er ódýrari en slæm. Efla stjórnun og umbótastarf. Skoða þarfir mismunandi þjóðflokka. Heilsulæsi, þurfum að byrja í grunnskólunum.
Páll. Sammála stefnu stjórnenda í heilbrigðiskerfinu. Nefndi stefnu stjórnvalda. Heilbrigðsstefna er grundvöllur fyrir verkaskiptingu. Áskorun, langvinnir sjúkdómar, öldrun og geðheilbrigðisvandi ungs fólks. Til að mæta þörfum fólks þá þarf mikla samvinnu. Upplýsingatækni. Öryggi og gæði. Uppbygging húsnæðis og tækja. Mönnun sérstaklega við hjúkrun er áskorun. Hrumir aldraðir. Vaxandi bil á milli þess sem hægt er að gera og þeirra fjármuna sem til eru.
María. Mikill samhljómur á fundinum. Óvanalegt hve skýr skilaboð koma frá ráðherra. Áskoranir. Geðheilsuvandinn er sá vandi sem við þurfum að standa okkur betur í sem og fíknisjúkdómar. Eigum eftir að gera miklu betur í árangursmælingum og kostnaðargreiningu. Samvinna mjög nauðsynleg og mikill fjársjóður.
Jón Steinar. Skipulag hefur ekki verið markvisst. Heilsugæslan fyrsti viðkomustaður hvað þýðir það. Áskoranir og þarfir mjög mismunandi eftir einstaklingum. Nýta á þekkingu starfsfólks í heilsugæslunni betur sem er mjög breið og fjölþætt. Dreifbýlið horfa þarf til menntunnarinnar og þarfa samfélagsins. Hugsa þarf hvernig tekið er inn í læknadeild og hjúkrunarnám.
Pétur. Gott mál að heilbrigðisstefna sé að koma. Allt snýst þetta um hámarks gæði þjónustu. Einnig þarf að horfa í þá fjármuni sem eru í boði. Hjúkrunarheimilin fá 10 % af útgjöldum til heilbrigðismála. Þjónusta á hjúkrunarheimilum á Íslandi er mjög hátt. Himin og haf á milli þjónustu og þess fjármagns sem er í boði. Mikilvægt að vera með raunhæfar væntingar. Forvarnir mikilvægar. Vantar umræðu um forvarnir og endurhæfingu. Væntingastjórnun.
Birgir Jakobsson. Gott að sjá hvað margt ungt fólk er komið í stjórnunarstöðu. Ef við ætlum að ná árangri þá þurfa allir að skila sínu. Heilbrigðisstefna fjallar ekki um lausn einstakra vandamála. Skapar forsendur til að nálgast þessi verkefni. Þurfum að hafa lifandi umræðu í heilbrigðiskerfinu. Kostanður, gæði. Stærsta áhyggjuefnið er vinnuumhverfi þeirra sem vinna í heilbrigðskerfinu.
Pétur Heimisson. Vill nota orðið sjálfshjálp ( Jón Steinar) Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar hvort það sé tímaskekkja að þróunarmiðstöðin sé fyrir heilsugæslu en ekki á landsvísu bæði opinbera og einkarekna.
Jón Steinar svaraði að það sé ekki tímaskekkja heldur framtíðarmúsik að þróa það áfram. Engin hér frá sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmönnum
Páll peningar er einn hluti af virðiskeðjunni og er það áskorun. Þáttur vísinda er mikilvægur en íslenskt heilbrigðiskerfi lætur lítinn hluta til þess.
Alma. Nefndi þróunarstofu og einnig að LSH er með mikla þekkingu og trúlega getur það runnið saman í eina þróunastofu síðar. Forvarnir eru mikilvægar einnig þarf að stórefla endurhæfingu
Lilja Stefándóttir. Stendur til að sundurskilja Vel og félagsmálaráðuneyti. Spurning hvort við eigum að beina athygli okkar að auka samstarf félgs og heilbrigðisþjónustu.
Bjarni. Telur að þessi tvö kerfi tali ekki nógu vel samna. Sagði frá verkefni á Akureyri, samþætting milli þjónustustiga er núna á öldurnarsviði einnig hægt að beina því að geðheilbrigði og fl. Byrja á að hafa samtal til að bæta þjónustna.
Alma. Veit ekki ástæðu þess að verið er að skilja að ráuðneytin. Nauðsynlegt að hafa samráð
Páll. Bæði erfitt að hafa ráðuneytin sundur og saman. En það er samt ekki ástæða til að vinna ekki saman.
Pétur. Eftir hrun voru allir að passa sitt. Gott væri að aukinn samhljómur væri í félags og heilbrigðisþjónustinni. Bæði kostir og gallar.
Birgir. Ekki leggja mikla orku í uppskiptinguna. Mjög miklvægt að félags og heilbrigðisþjónustan vinni saman. Ráðuneytin ætla að vinna áfram saman.
Margrét þakkið fulltrúumm í pallborði fyrir þeirra þátttöku.
Guðný Friðriksdóttir sleit fundi.
Fundargerð ritaði Rósa Marinósdóttir