Stjórnarfundur Landssambands heilbrigðisstofnana á TEAMS fimmtudaginn 21. maí 2024

Mættir í Teams Helga Hauksdóttir HSS formaður,Baldvina Ýr hafsteinsdóttir HSU, Þórhallur Harðarson HSN, , Nína Hrönn Gunnarsdóttir, Vigdís Hallgrímsdóttir LSH og Hildur Elísabet Pétursdóttir HVest sem ritar fundargerð.

Dagskrá.

  1. Aðildarumsókn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) að Landssambandi heilbrigðisstofnanna

Í umsókn kemur fram að SFV vilja tengjast og taka þátt í því góða starfi sem fer fram á vettvangi LH Þá styðji þau það hlutverk LH að efla samstarf heilbrigðisstofnana, standa vörð um hagsmuni þeirra og hlutverk, ásamt því að vera í forsvari fyrir stofnanir eftir því sem við á og lög mæla fyrir.

Rætt um hversu hátt aðildargjald SFV ætti að verða. Verður rætt betur fyrir aðalfund og mikilvægt að skoða hvað aðrar stofnanir eru að borga. Stofnanir eru að borga frá 30 – 100 þús.

  1. Aðalfundur í haust

Aðalfundur verður haldinn á Nauthól fimmtudaginn 7. nóv. 2024. Hildur sendir á Nauthól og pantar sal og veitingar. Hugsum í sumar hvað við viljum hafa á málþinginu.

Rætt um að fá betri kynningu á styttingu vinnuvikunnar.

Alvarleg atvik – fá Landlækni til að kynna það betur.

  1. Næsti fundur

Tökum frí í sumar og byrjum aftur í haust.