Stjórnarfundur 30. október 2023

Stjórnarfundur Landssambands heilbrigðisstofnana

Haldinn í TEAMS mánudaginn 30. október 2023 kl. 15

Mættir í Teams Baldvina Ýr hafsteinsdóttir HSU formaður, Helga Hauksdóttir HSS, Þórhallur Harðarson HSN, Guðbjörg Gunnarsdóttir Reykjalundi, Guðný Valgeirsdóttir LSH og Hildur Elísabet Pétursdóttir HVest sem ritar fundargerð.

Dagskrá

  1. Aðalfundur 9. Nóvember

Allt að verða klárt. Baldvina ætlar að biðja ritarann sinn að útbúa kosningamiða. Hildur ritar fundargerð og Nína Hrönn kynnir á málstofu. Ásgeir ætlaði að athuga með hvort Rósa geti verið fundarstjóri.

Rætt um framkvæmd kosningarinnar sem verður á aðalfundinum. Mikilvægt að hún sé lögleg og allt sé gert rétt. Einn fulltrúi frá hverri stofnun mun taka þátt í kosningunni og þarf að geta gert grein fyrir sjálfum sér.

  1. Vorfundur

Verður næst hjá HVE – væri gott að fá að vita fljótlega hvar þetta verður.