Stjórnarfundur Landssambands heilbrigðisstofnana
Haldinn í TEAMS mánudaginn 30. október 2023 kl. 15
Mættir í Teams Baldvina Ýr hafsteinsdóttir HSU formaður, Helga Hauksdóttir HSS, Þórhallur Harðarson HSN, Guðbjörg Gunnarsdóttir Reykjalundi, Guðný Valgeirsdóttir LSH og Hildur Elísabet Pétursdóttir HVest sem ritar fundargerð.
Dagskrá
- Aðalfundur 9. Nóvember
Allt að verða klárt. Baldvina ætlar að biðja ritarann sinn að útbúa kosningamiða. Hildur ritar fundargerð og Nína Hrönn kynnir á málstofu. Ásgeir ætlaði að athuga með hvort Rósa geti verið fundarstjóri.
Rætt um framkvæmd kosningarinnar sem verður á aðalfundinum. Mikilvægt að hún sé lögleg og allt sé gert rétt. Einn fulltrúi frá hverri stofnun mun taka þátt í kosningunni og þarf að geta gert grein fyrir sjálfum sér.
- Vorfundur
Verður næst hjá HVE – væri gott að fá að vita fljótlega hvar þetta verður.