Stjórnarfundur Landssambands heilbrigðisstofnana
Haldinn í TEAMS fimmtudaginn 23. febrúar 2023 kl. 15
Mættir í Teams Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir formaður HSU, Nína Hrönn Gunnarsdóttir, Þórhallur Harðarson HSN og Hildur Elísabet Pétursdóttir HVest sem ritar fundargerð. Þórhallur afboðar.
Dagskrá:
1. Umræða um tölvupóst frá SFV (samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu) þar sem þeir hafa áhuga á að skoða að gerast aðilar að LH.
2. Vorfundur Í Stokkhólmi 23. – 27. apríl 2023
Umræður:
1. Umræða á milli stjórnarmanna.
Kynnum þetta á vorfundinum í Stokkhólmi og í framhaldinu verður þetta tekið til umræðu og atkvæðagreiðslu á næsta aðalfundi í haust. Baldvina mun svara tölvupóstinum.
2. 43 búnir að skrá sig í ferðina. Lokafrestur til að skrá sig er á morgun 24. febrúar 2023.
Spurning um ferðakostnað í Stokkhólmi. Mjög dýrt að panta rútur. Uber er mjög sniðugt form.
Fyrirlestrar í Svíþjóð. Þórhallur fer yfir þau erindi sem komin eru og verður áfram í sambandi við fyrirlesara. Gylfi er í sambandi við einhverja fyrirlesara. Einhver svör eru komin og eitthvað enn í bið.