Stjórnarfundur 9. febrúar 2023

Stjórnarfundur Landssambands heilbrigðisstofnana

Haldinn í TEAMS fimmtudaginn 9. febrúar 2023 kl. 15

Mættir í Teams Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir formaður HSU, Helga Hauksdóttir HSS, Ásgeir Ásgeirsson HVE, Runólfur Pálsson LSH og Hildur Elísabet Pétursdóttir HVest sem ritar fundargerð. Þórhallur afboðar.


Dagskrá:
1. Vorfundur Í Stokkhólmi 23. – 27. apríl 2023

Dagskrá:
• Komið uppkast af dagskrá – Baldvina deilir skjali a docs. google
• Mánudagur og fram til hádegis er stefnt á að vera á Karólínska
• Gylfi sér um leiðsögn um Stokkhólm eftir hádegi á þriðjudegi.
• Eigum eftir að finna 7 fræðsluliði fyrir miðvikudaginn 26. apríl.
• Ýmsar hugmyndir komnar upp. T.d að skoða samstarf minni og stærri sjúkrahúsa varðandi læknaþjónustu, sjúkraflutninga, heilsugæslur og fleira.

Skráning og þáttaka:
• Blað til heilbrigðisstofnana fer út á morgun.
• Greiða þarf staðgreiðslugjald til hótelsins.
• Þórhallur búin að setja upp skráningarform – þarf aðeins að laga. Baldvina verður í sambandi við Þórhall.
• Staðfestingargjald fyrir hótel. Helga ætlar að athuga með það og hugmyndin er að stofnanirnar borga það til LH sem borgar það í einu lagi.