Stjórnarfundur haldinn á TEAMS 31.ágúst 2022

Stjórnarfundur Landssambands heilbrigðisstofnana - Haldinn í TEAMS miðvikudaginn 31.ágúst 2022 kl 14

Mættir á Teams:

Þórhallur Harðarson, Fjölnir Freyr Guðmundsson, Baldvina ýr Hafsteinsdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Nína Hrönn Gunnarsdóttir og Hildur Elísabet Pétursdóttir sem ritar fundargerð.

Dagskrá:

1. Aðalfundur

  • Rædd tímasetning og kom nóvember helst til greina. Fylgjum því áfram síðar.
  • Mikið rætt um dagskrá og fyrirlestra og hvaða umræðuefni við viljum helst hafa. Tillögur komu upp um Fjárhemilildir og rekstur í víðum skilningi yrði þema aðalfundarins og voru allir sammála því. Rætt um ýmsa fyrirlesara og munum við taka það lengra.
  • Rætt var um að fá nýjan sóttvarnarlækni, Guðrúnu Aspelund til að flytja ávarp.
  • Kosning – Síðast voru Ólafur, Guðbjörg, Nína og Þórhallur kosin til tveggja ára og ekki þarf að kjósa um það núna. Kosið verður um sæti Baldvinu, Hildars, Fjölnis og Ásgeirs og hafa þau öll áhuga á að bjóða sig fram aftur.
  • Ólafur farin í ársleyfi og voruumræður um hvernig við ættum að bregðast við því, hvort varamenn sinni því á meðan.

2. Vorfundur

  • Þurfum að fara að taka ákvörðun um staðsetningu vorfundar.

Fundi slitið