Stjórnarfundur 3. febrúar 2022

Stjórnarfundur Landssambands heilbrigðisstofnana - Haldinn í TEAMS fimmtudaginn 3. febrúar 2022 kl. 14

Mættir á Teams:

Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir HSU, Þórhallur Harðarson HSN, Nína Hrönn Gunnarsdóttir HSA, Helga Hauksdóttir HSS, Runólfur Pálsson LSH, Hildur Elísabet Pétursdóttir HVest sem ritar fundargerð.

Dagskrá:

  1. Verkaskipting
  2. Vorfundur LH

 

  • Verkaskipting stjórnar
    • Hildur - ritari
    • Þórhallur – gjaldkeri
    • Þórhallur sendir inn tilkynningu um nýja stjórn.
  • Vorfundur LH
    • Stefnan að fara til Stokkhólms og veltum fyrir okkur 24. apríl til 26. apríl 2023, mánudagur til miðvikudags.
    • Runólfur talar við Ólaf Baldursson og Björn Zoega og athuga hvort þeir geti tekið á móti okkur og hjálpi til við að skipuleggja heimsóknina
    • Hildur talar við Gylfa hvort hann viti um ráðstefnusal og hótel/ veitingastað sem við gætum öll rúmast á.
    • Þurfum að ákveða hvað við viljum skoða á Karólínska.
    • Rætt um að fá Björn Zoega til að hitta okkur og kynna starfsemina.
    • Þurfum að taka fljótlega frá hótel og veitingastað.
    • Ætlum ekki að panta flug fyrir hópinn heldur láta hverja stofnun fyrir sig athuga með það.
    • LH mun borga hótelkostnað, rútur og 2 x kvöldmat og ráðstefnusal. Stofnanir taka flugið og annan kostnað.

Verðum í tölvupóstsamskiptum næstu daga og reynum að staðfesta dagana úti innan viku.

Ýmsar hugmyndir ræddar um setjum þetta í ferli.