Aðalfundur LH 11. nóv 2021 kl 12.50 í Teams


  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara

Guðný bauð fundargesti velkomna og stingur upp á Baldvinu Ýr Hafsteinsdóttur sem fundarstjóra og Hildi Elísabetu Pétursdóttur sem ritara. Engin mótmæli.

  1. Skýrsla formanns og stjórnar Guðný Friðriksdóttir gerði grein fyrir störfum stjórnar síðastliðið ár. Aðalmálefni sambandsins eru aðalfundir, málþing og vorfundir. Ræddi meðal annars um hið annasama ár sem er að líða hjá heilbrigðisstofnunum og fleirum m.a vegna Covid og styttingu vinnuvikunnar. Guðný þakkar Margréti Guðmundsdóttur og Jónasi Guðmundssyni fyrir vel unnin störf í þágu sambandsins en þau eru að ganga úr stjórn ásamt Guðnýju sjálfri.
  2. Reikningar sambandsins lagðir fram til afgreiðslu

Jónas Guðmundsson gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum. Reikningar hafa verið skoðaðir af skoðunarmönnum. Reikningar samþykktir. Sambandið stendur ágætlega.

  1. Tillaga um árgjald næsta árs

Tillaga um órbreytt árgjald samþykkt.

  1. Fjárhagsáætlun næsta starfsárs

Fráfarandi sjórn leggur til að fela nýrri stjórn að gera nýja fjárhagsáætlun. Rædd hefur verið tillafa um að leggja fram fjárhæð í verkefnisstyrki til að auka samvinnu.

  1. Lagabreytingar
  2. Kosning formanns (til eins árs)

Formaður: Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir

  1. Kosning annarra stjórnarmanna og varamanna (til tveggja ára)

Aðalmenn:

Ólafur Baldursson 2 ár (endurkjör)

Þórhalldur Harðarson (2 ár)

Fjölnir Freyr Guðmundsson (1 ár)

Varamenn:

Nína Gunnarsóttir

Guðbjörg Gunnarsóttir

Ný stórn er þá þannig skipuð:

Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, formaður HSU

Ólafur Baldursson, aðalmaður LSH

Þórhalldur Harðarson, aðalmaður HSN

Fjölnir Freyr Guðmundsson, aðalmaður HSS

Hildur Elísabet Pétursdóttir, aðalmaður Hvest

Nína Hrönn Gunnarsóttir, varamaður HSA

Guðbjörg Gunnarsóttir, varamaður Reykjalundur

Ásgeir Ásgeirsson, varamaður HVE

  1. Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara (til eins árs)

Helgi Kristjónsson og Guðmundur Magnússon og Jónas Guðmundsson til vara

  1. Önnur mál.

Vorfundur. Umræður um staðsetningu vorfundar. Rætt um að taka aftur þráðinn með Færeyjarferð eða halda vestur á Ísafjörð. Gylfi Ólafsson forstjóri HVest býður alla velkomna vestur

Pétur Magnússon forstjóri Reykjalundar leggur til að halda sig við Ísafjörð meðan ástandið er svona ótryggt.

Virðist vera sem fundargestir séu á því að halda vestur þetta vorið, þar sem Covid -19 faraldurinn virðist ekkert á undanhaldi.

Verkefnisstyrkur / rannsóknarstyrkir: Til að auka/ bæta samvinnu milli stofnana. Lagt til 750.000 á ári sem mundi mögulega skiptast á milli fleiri verkefna. Verkefnið yrði svo kynnt á málþingi fyrir hópnum.

Samþykktir yfirferð. Ný stjórn mun óska eftir aðilum til að yfirfara samþykktir.

Lagagreinar sem samþykktir vísa í hafa verið felldar á brott og mikilvægt að breyta samþykktum sambandsins

Þarf að endurskoða hverjir eiga að hafa aðild að sambandinu

Fundi slitið kl. 13:20

Fundargerð ritaði Hildur Elísabet Pétursdóttir