Aðalfundur Landssambands heilbrigðisstofnana haldinn í TEAMS föstudaginn 13. nóvember 2020 kl. 13.00
Dagskrá:
Guðný Friðriksdóttir formaður sambandsins bauð gesti velkomna og setti aðalfund.
Kosning fundarstjóra. Margrét Grímsdóttir
Kosning fundarritara. Pétur Heimisson
- Skýrsla formanns og stjórnar. Guðný Friðriksdóttir gerði grein fyrir störfum stjórnar sl. ár. Aðalmálefni sambandsins er aðalfundir og málþing og síðan vorfundir. Guðný tilkynnti framboð sitt til formanns næsta árið. Önnu Maríu Snorradóttur og Pétri Heimissyni sem eru að ganga úr stjórn eftir fjögur ár voru þökkuð góð störf fyrir LH.
- Reikningar Landssambands Heilbrigðisstofnana. Jónas Guðmundsson gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum.
- Árgjald næsta árs. Tillaga um óbreytt árgjald samþykkt.
- Fjárhagsáætlun næsta starfsárs. Með sama hætti og fyrra ár.
- Engar tillögur hafa borist.
- Kosning stjórnarmanna.
- Formaður: Guðný Friðriksdóttir HSN kosin í eitt ár.
- Aðalmenn: Hildur Pétursdóttir HVEST kosin til 2ja ára. Aðrir aðalmenn í stjórn eru Margrét Grímsdóttir HNLFÍ, Jónas Guðmundsson frá HH og Ólafur Baldursson LSH.
Nýr varamaður í stjórn er Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir HSU, aðrir varamenn í stjórn eru Ásgeir Ásgeirsson HVE og Fjölnir Guðmundsson HSS
Kosning skoðunarmanna til eins árs:
Helgi Kristjónsson og Guðmundur Magnússon aðalmenn og Elís Reynarsson til vara.
- Önnur mál.
Ákveðið að stefna ekki á Færeyjaferð í vor þó hún hafið fallið niður sl. vor vegna Covid-19. Vorfundur verður haldinn á Vestfjörðum og það verður gert í apríl-maí fremur en í mars. Ef ekki verður hægt að halda fundinn á Vestfjörðum vegna Covid-19 mun stjórnin finna aðra útfærslu.
Fundi slitið kl. 13:20