Fundur í stjórn Landssambands heilbrigðisstofnana 22. janúar 2014
Mættir: Birgir, Jón Hilmar, Þröstur, Gunnar og Þórunn sem ritaði fundargerð.
Herdís, Jóhanna Fjóla og Nína Hrönn tilkynntu forföll.
Dagskrá
- Aðalfundur LH á hótel Natura 29. janúar kl. 13:00
Samþykkt að halda aðalfundinn þennan dag og sér Birgir um að ganga frá pöntun á sal og veitingum.
Dagskrá fundarins er að fulltrúar Vel ferðarráðuneytisins munu vera með framsögu og síðan verði boðið upp á umræður. Áætlað er að þessi dagskrárliður taki um 1 ½ til 2 tíma. Síðan hefur formaður félags Sjúkraþjálfarar óskað eftir að koma og kynna Hreyfiseðla sem víða er farið að nota og er áætlaður tími fyrir það um 15-20 mín. og var það samþykkt.
Eftir kaffihlé verður haldinn aðalfundur og mun Birgir sjá um að senda út heildardagskrá og útvega fundarstjóra og fundarritara. Kjósa þarf nýjan formann og var stungið upp á Hildigunni Svavarsdóttur í embættið og tók Birgir að sér að ræða við hana. Aðalmenn og varamenn eru tilbúnir til að sitja áfram að undanskilinni Herdísi Klausen meðstjórnanda sem óskar eftir að ganga úr stjórn. Birgir heldur áfram í stjórn en kjósa þarf varamann fyrir Birgir og var lagt til að ræða við Pétur forstjóra Hrafnistu og til vara Jóhann forstjóra Sunnuhlíðar um að taka verkefnið að sér og mun Birgir sjá um það. - Vorfundur LH
Ákveðið er að halda vorfund LH á Ísafirði 15. maí 2014 að öllu óbreyttu. Þröstur mun sjá um að tryggja bókun á gistirými, sal og veitingarþjónustu. - Önnur mál.
Umræða um heilbrigðiskerfið
Fundi slitið kl. 14.
ÞÓ.