Landssamband heilbrigðisstofnana

Landssamband heilbrigðisstofnana (LH) var stofnað 25. júní 2010 úr Landssamtökum heilsugæslu og heilbrigðisstofnana (LHH) og Landssambandi sjúkrahúsa (LS). Innan LH eru heilbrigðisstofnanir sem falla undir lög um heilbrigðisþjónustu.

Hlutverk LH er m.a. að efla samstarf heilbrigðisstofnana, standa vörð um hagsmuni þeirra og hlutverk, ásamt því að vera í forsvari fyrir stofnanir eftir því sem við á og lög heimila.