Stjórnarfundur 14. febrúar 2014

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Landsambands Heilbrigðisstofnana haldinn í Reykjavík 14. febrúar 2014.

Mættir: Hildigunnur, Jóhanna Fjóla, Pétur, Nína,Þröstur og Þórunn sem ritaði fundargerð. Gunnar og Jón Hilmar tilkynntu forföll. Formaður setti fund og bauð nýja stjórn velkomna til starfa. Hann lagði fram tillögu að eftirfarandi verkaskiptingu stjórnar:

 

  • Gunnar  og Jón Hilmar meðstjórnendur
  • Þórunn ritari
  • Þröstur gjaldkeri
  • Pétur sér um heimasíðu Lh

Tillagan var samþykkt.

Stjórnar og starfið framundan.

Formaður lagði til að haldnir verði 4 stjórnarfundum á ári, tveir á haustönn og tveir á vorönn.   Þess á milli eru símafundir eftir þörfum.  Samþykkt. 

Eiga varamenn að sitji alla stjórnarfundi og ef svo er, er þá ekki réttara að leggja til breytingu á lögum sambandsins á næsta aðalfundi og varamenn verði þá fullgildir stjórnarmenn.  Ákveðið að hugsa málið og taka umræðuna aftur síðar.

Vefsíða

Rætt var mikilvægi þess að vefsíða sambandsins sé sem aðgengilegust.  Markmiðið er að halda úti vel skipulagðri upplýsingasíðu.  Til þess að svo megi verða þarf að gera breytingar á síðunni.  Pétur sýndi fundarmönnum heimasíðu Öldrunarráðs Íslands, en DAS heldur utan um þá síðu ásamt nokkrum öðrum síðum.  Samþykkti stjórn að fela Pétri að fá tilboð í kostnað við gerð nýrrar síðu og skoða möguleika á að DAS haldi utan um síðu Lh.

Hlutverk Landsamtaka heilbrigðisstofnana.

Er að efla samstarf heilbrigðisstofnana, standa vörð um hagsmuni þeirra og hlutverk ásamt því að vera í forsvari fyrir stofnanir eftir því sem við á og lög heimila, (sjá nánar í Samþykktir fyrir Lh frá 26.04.2010). Áherslur  stjórnar Lh hingað til eru vorfundur þar sem tekin hafa verið fyrir ákveðin themu í starfsemi heilbrigðisstofnana og síðan aðalfundur þar sem innlegg velferðarráðuneytisins er megin uppistaðan auk hefðbundinna aðalfundarstarfa.  Formaður lagði til að rætt verði við velferðarráðuneytið m.a. um að nýta samtökin betur til að kynna og fara yfir fyrirliggjandi lagabreytingar.  Ákveðið að ræða nánar síðar.

Fjármál Lh

Að ósk formanns fór gjaldkerfi yfir fjárhagsstöðu samtakanna.  Tekjur eru árgjöld frá stofnunum auk vaxtatekna af sjóðum.  Í sjóði Lh eru 2,2 milljónir sem samtökin erfðu frá Landsamtökum sjúkrahúsa þegar þau voru lögð niður.  Tekjur vegna árgjalds eru um 5-600 þú.kr.   Sigrún ritari á Reykjalundi hefur árum saman séð um skráningu og annað sem lýtur að vorfundi Lh og fengið fyrir það lítilsháttar þóknun og er vilji stjórnar að hún haldi því áfram. Hildigunnur ræðir um þetta við Birgi og Sigrún.

Vorfundur

Vorfundur verður haldinn á Hótel Ísafirði, Ísafirði 29. og 30. apríl n.k.  Formaður lagði til breytingu á skipulagi fundarins, ef miðað er við fyrri ár, til að nýta tímann sem best m.t.t. flugsamganga.  Gert er ráð fyrir að dagskrá fundarins hefjist kl. 18:00 fyrri fundardaginn og fundarlok verði 16:30 seinni fundardaginn. Búið er að taka frá 50 gistirými og verða fundarmenn sjálfir að panta flug og gistirými. 

  • Formaður mun senda út fljótlega tillögu að dagskrá ( sjá meðfylgjandi viðhengi).  
  • Pétur sér um að skipuleggja og undirbúa dagskrá um öldrunarþjónustu með aðstoð Þórunnar.
  • Hann ræðir jafnframt við Önnu Pálínu og leitar eftir tilboði í  Verkfærakistu stjórnandans m.a. fyrirlestur um markþjálfun.
  • Þröstur sér um að skipuleggja dagskrá á vegum Ísfirðinga.
  • Ákveðið að bjóða ráðherra  formlega á vorfund Lh á Ísafirði.   Senda dagskrá og upplýsingar um fundinn til ráðuneytisins og hvetja ráðuneytisfólk til að mæta.  

Önnur mál

Ákveðið að Nína taki að sér starf fjölmiðlafulltrúa Lh og stýri upplýsingarflæði inn á nýja heimasíðu samtakanna.

Formaður bar upp erindi frá velferðarráðuneytinu þar sem óskað er eftir tilnefningum frá  Lh í vinnuhóp á vegum ráðuneytisins um þjónustustýringu á landsbyggðinni.  Erindið lá ekki ljóst fyrir mun formaður óska eftir nánari skýringu á málinu.

Fundið slitið 13:05 Þó.